Er næsta skref ekki í okkar höndum...

Hvað erum við Íslendingar að lesa hérna...? 

Jú en einn feluleikurinn í viðbót í gangi, leikur sem á ekki einu sinni að vera í gangi vegna þess að hvaða næsta skref verður tekið í þessu Icesave veltur á niðurstöðunni sem kemur úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Ég heyrði Forsetann hvergi setja þetta EF inn í niðurstöðu sína þegar hann setti þetta mikla ágreiningsmál sem er milli þjóðarinnar og Ríkistjórnarinnar í hendurnar á okkur þjóðinni, hann talaði um þessa miklu ábyrgð sem hann væri að setja í hendur okkar þegar hann las niðurstöðu sína.

Að Ríkistjórnin skuli vera að vinna á bak við borðið í þessu er ekki hægt að láta viðgangast því það er ekkert traust til hennar frá þjóðinni, og ef að maður hlustar betur á þær raddir sem eru farnar að heyrast þá er líf þessarra Ríkistjórnar lokið. Að við Íslendingar skulum ekki vera með Ríkistjórn sem vinnur fyrir okkur Íslendinga er brot á okkur.

Ríkistjórn ber skylda til að vinna að sem bestum hag fyrir þjóð sína, vernda rétt hennar sem og virða í alla staði, tryggja að allir geti búið við mannsæmandi kjör í landinu. Þá má aftur á móti spyrja sig hvað er mannsæmandi lífskjör. En við vitum hvað mannsæmandi lífskjör eru, og ein af þeim lífskjörum er ekki að sæta óréttlæti í neinni mynd eða yfirgang frá öðrum þjóðum og það á Ríkistjórnin að passa að land hennar verði ekki fyrir. Ríkistjórnin er sjálf að spila rassinn (stór orð) úr buxunum sínum á sinn eigin kostnað, það er verst fyrir okkur hin að við munum sitja uppi með að þurfa að byggja upp trúverðugleika á ný, en það verður ekki svo erfitt vegna þessarra aðferðarfræði sem Ríkistjórnin er búinn að nota, aðferðarfræði sem börnin nota á meðan þau vita ekki betur, segja já áður en spurt er hvort við eigum, getum, viljum eða hvað þá hvort okkur beri skylda, en fyrir okkur hina þá eru flestir í lífinu sem ná þessum þroska. Upp á borð með það sem Ríkistjórnin er að gera í þessu máli, við búum í Lýðræðisríki sem Sjálfstæð þjóð með Fullveldi og það ber Ríkistjórn okkar að virða, en núverandi Ríkistjórn er ekki að vinna eftir því. Þess vegna segi ég vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Það var nefnilega ekki bara Sjálfstæðisflokkur við síðustu stjórnvöld heldur Samfylkingin með, og eftir öll lætin og öll þessi stóru orð þar sem Sjálfstæðisflokknum hefur hreinlega verið kennt um alla þessa spillingi í einu og öllu, þá hefði maður haldið að spillingin hefði átt að hætta með það sama og sá flokkur steig til hliðar, en hvað gerðist, jú þeir sem áttu þessa spillingu fengu greinilega að vera áfram og sá angi er við völd núna og á fullu að moka yfir skít sinn, og kemur örugglega til með að kenna VG um alla þessa áframhaldandi spillingu sem er búinn að vera. Ekki er hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum um það, hvergi er hann í Ríkistjórn að moka yfir núna...  Höldum vöku okkar áfram, þessu er ekki lokið en þá.  Kveðja.


mbl.is Erlent ríki kannar sáttagrundvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband