26.1.2010 | 07:51
Lán með veði í láni...
Hversu siðlaust er þetta að veita lán með veði í öðru láni....
Frestur veittur aftur og aftur án þess að innborgun komi ef maður er að skilja þessa frétt rétt.
Skyldu heimili landsmanna sem eiga húsnæðislán í þessum bönkum hafa fengið sömu kjör, það er frestur á frest ofaná án þess að borga krónu upp í afborgun ... Það sem er sláandi í þessu er lán með veði í öðru láni...
Er þetta ekki brot á lánareglum ?
Þarf ekki að vera raunhæf trygging í veði...
Hvernig getur annað lán verið veð fyrir öðru láni, það er alveg óskiljanlegt að svona skuli líðast á meðan fjölskyldurnar í landinu eru að missa heimili sín vegna þess að frekari frest eða samvinnu er ekki að fá.
Það er kannski möguleiki fyrir heimilin að fara í bankana sína og biðja bankann um annað lán með veði í gamla láninu, og losa veðin af heimilum landsmanna. Þetta sýnir okkur hinum að mikil veruleika fyrring er búin að eiga sér stað. Kveðja.
Glitnir mokaði fé í Fons | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
maður er gjörsamelga orðlaus > er ekki gjörsamlega farið á svig við allar reglur og hvað þá síðareglur > sækja þetta allt til baka með vöxtum
Jón Snæbjörnsson, 26.1.2010 kl. 08:01
að sækja þetta til baka með vöxtum er vonlaust, með vopnum er líklegra að bera eitthvað úr bítum.
Guðjón Jónatansson (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 08:26
ja ef þetta er ekki glæpamennska hvað er það þá ? Það þarf að sækja þessa kalla til saka. STRAX.
Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 26.1.2010 kl. 08:27
Ég vill fá þessa snillinga til að semja um skuldir Íslands ! þetta er dásamlegt ! ROFL maður dáist að þvílíkri snilld hvernig þeir hafa rænt og ruplað og ganga um frjálsir ferða sinna, Ísland, heimskasta land í heimi !
Sævar Einarsson, 26.1.2010 kl. 09:01
Já það er ekkert skrítið að maður verður orðlaus. Allt þetta gert á kostnað heimilanna í landinu... Þessi Ríkistjórn verður að víkja núna... það er komin enda janúar og hvenær á að byrja að bera fólk út úr eignum sínum, er það ekki núna í Mars... ekki langur tími til stefnu fyrir þá sem hafa hagsmuni að gæta, og fengu ekki að ganga í þennan pakka LÁN GEGN VEÐI Í ÖÐRU LÁNI... Þetta er eins og argasta lygasaga sem maður hefði aldrei trúað að myndi gerast nema núna vegna þess að þetta gerðist... Var ekki Björgvin G Sigurðsson með mikla ábyrgð hérna sem aðal bankamálaráðherra.. þetta er kannski ein af skýringunum hvers vegna hann var látinn fara svona snöggt rétt fyrir fall Ríkistjórnar...það hvernig hann kom fram korter fyrr og þóttist segja af sér. Þetta er ljótt, og þó að það eigi eftir að koma svona fleiri mál þá er þessi staða það alvaraleg á kostnað heimilanna í landinu. Það er ekki að ræða það að þessir menn komi nálægt endurreisn, þeir eiga að fara beint í fangelsi og vera það sem lengst.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2010 kl. 12:00
Við skulum vopnbúnast það er ekki annað í stöðunni ekki með byssum og hnífum heldur vel klædd með vatn í flöskum til að skola úr augum táragasið og sundgleraugu til að verjast gasinu sem lögreglan er með á sér það virkar á það gas en ekki á táragasið til þess þurfum við hreynt loft og vatn þetta hef ég þurft að prófa sjálfur í fremstu víglínu síðastliðinn janúarmánuð. Hvet jafnframt til varkárni gegn lögreglu þeir eru að sinna sínu starfi.
Sigurður Haraldsson, 26.1.2010 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.