Hverjum hefði dottið það í hug...

Þjóðinn velti því ekkert lítið fyrir sér hverjir hefðu staðið á baki þessara Þjóðfundar sem var blásinn á með miklum látum, hugmyndarinnar virði man ég að ég hugsaði þarna þegar var verið að kynna þennan stóra fund. Ríkistjórn vildi ekkert kannast við, en ákvað að styrkja þetta verkefni um litlar 7 milljónir ef ég man rétt...

Að lesa svo núna sem og síðustu daga um endurfundi á minni þjóðarfundum um allt land, og að það sé verkefni Ríkistjórnarinnar til að finna út hvað fólkið gæti dottið í hug að gera og vinna að er ekki hægt að líða. Þetta 20/20 verkefni, er þetta ekki þessi dótarkarfan sem að Jóhanna Sigurðardóttir lét Árna Pál fá til að leika sér með til að drepa tímann á meðan hún Jóhanna er að koma sér og sínum inn í ESB...

Það næsta sem gerist svo eftir þetta verður líklega það að Jóhanna og Árni Páll stíga fram fyrir okkur þjóðina og segja að við erum ómöguleg, vitum ekkert hvað við viljum og ætlum. Þessi sóknaráætlun 20/20 hvað þýðir hún.. Það á kannski að kanna hug þjóðarinnar til virkjana um allt land... Þessi áætlun hjá Ríkistjórninni hérna til að fá að vita hvað fólkið vill, og til að afla sér frekari vinsælda til að vita hvaða kosningarloforð á að gefa næst, loforð sem verða svo ekkert annað en svikin og verða bara innantóm orð seinna meir en gefin til að geta verið áfram við völd er ekki hægt að líða.

það er allt á hvolfi í þessu þjóðfélagi vegna aðgerðarleysi Ríkistjórnar í að koma atvinnuhjólinu í gang aftur. Atvinnuhjóli sem Ríkistjórnin ætlar sér kannski aldrei að koma í gang aftur nema í formi stórvirkjana. Þessi Þjóðfundar hugmund var góð og hefði svo sannarlega geta leitt þjóðina saman, en það var víst ekki hugmynd sem var sett af stað af heillindum eins og allir héldu. Það fengu margir eftirköst af þeim fundi þegar uppi var staðið og kom í ljós að Ríkistjórnin var svo á bak við hann allan tímann. Gæti 20/20 táknað verkefni sem ætti að ljúka ekki seinna en árið 2020. það er svolítið langur tími til að henda einhverri uppbyggingu í gang fyrir þjóðfélag sem þarf aðgerða í uppbyggingu núna...Verum vakandi og látum ekki bjóða okkur svona bull, þetta er ekkert annað en eitt bullið í viðbót... Kveðja.


mbl.is Segja sóknaráætlun ganga samkvæmt áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sem betur fer eru "hemlarnir" í góðu lagi, Þ.e. mótstaða þeirra sem ekki vilja láta bullið yfir sig ganga. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja Helga það er eins gott að svo sé.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband