13.2.2010 | 00:49
Hverslags er þetta...
Þetta er alveg ótrúlegt allt saman að lesa, það virðist vera allt í lagi að þessir Ráðherrar tjái sig um málefnin er varða okkur Íslendinga erlendis, en það má ekki segja orð um stöðuna í okkar eyru hérna innanlands....
Fjármálaráðherra er vanhæfur í vinnu á Icesave málinu leyfi ég mér að segja, vanhæfur vegna þess hvernig vinnan hans í þessu máli er búin að vera.
Hann hefur allt að verja í stöðu sinni varðandi Icesave málið, persónu sína sem og orðspor vegna fyrri vinnu sem og yfirlýsingar sem hann hefur gefið frá sér.
Þjóðin vill ekki fara þessa leið sem Ríkistjórnin vil fara... og hver ætti að ráða för þar aðrir en við ?
Hann á að segja af sér tafarlaust vegna þessa. Sem og margir aðrir innan Ríkistjórnar vegna allra þeirra yfirlýsinga sem gefnar hafa verið um þetta Icesave mál. Svo ég nefni nú einhverja þá kemur strax í huga mér þessi fögru orð um hversu glæsilegur samningur þessi samningur átti að vera, svo glæsilegur að við áttum ekki að finna fyrir honum, og ef einhvað var þá lá við að hann ætti eftir skapa hagsæld bara ef hann verði samþykktur...
Annað reyndist nú koma á daginn þegar opna átti þennan góða lánasamning, það var ekki gert átakalaust eins og við öll vitum, og er sú opnun búin að leiða okkur í þau spor sem sem við stöndum í dag. Vitum að það er ekki okkar að borga þessa einka óreiðuskuld sem Ríkistjórnin er búin að breyta í lánasamning ætlaðan okkur til greiðslu. Segjum NEI við þessu, hingað og ekki lengra þetta er ekki okkar að borga, þessi Ríkistjórn er vanhæf til þessa verks vegna þessa vinnubragða.
Höldum vöku okkar, það er réttur okkar að kjósa nema VIÐ samþykkjum annað. Kveðja
Áform um Icesave í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.