22.2.2010 | 12:13
Upp á borð með samningin...
Hvernig hljóðar þetta gagntilboð sem Bretar og Hollendingar gerðu okkur Íslendingum ? Væri nú ekki nær að fá að vita hvernig það hljóðar áður en lengra er haldið í getgátum... Það finnst mér eiginlega nauðsynlegt eftir allt þetta.
Það eina sem gæti slegið Þjóðaratkvæðagreiðsluna út af borðinu er að Bretar og Hollendingar gerðu betri samning okkur í vil en samningur 1.
Mig langar að vita hvernig tilboðið hljóðaði frá okkur Íslendingum það finnst mér mikilvægt. Fáum að sjá hvort það er verið að stíga þetta eins og þjóðin vil, eða er verið að stíga þetta eftir geðþótta Fjármálaráðherra sem á allt undir sér í þessu og Forsætisráðherra sem á allt undir með að komast inn í ESB...
Stjórnarandstaðan segir að þetta sé ekki það sem hún lagði upp með...
Það er ekki hægt að vera með getgátur, en það lítur út fyrir að í raun hafi ekkert verið gert nema lengja í lánstíma og vextir lagaðir til á yfirborðinu en baktryggðir með álagsvöxtum í staðinn.. Það ættu allir sem geta að kjósa núna utankjörstaðar í þessu Icesave og segja NEI. Það er ekki okkar að borga þessa skuld. Þessi Ríkisábyrgð sem er verið að tala um að okkur beri skylda til að borga er ekki til staðar, og ef það á að fara fram á að við borgum hana þá verður það gert eftir að það er búið að innheimta allt sem er hægt að innheimta úr þrotabúi þessa fyrirtækja, eigendur þeirra komnir á bak við lás og slá og þá er hægt að athuga hvort við viljum koma á móts við þá sem ákváðu að fjárfesta glæfralega og töpuðu í borga það sem á vantar upp í þessa lágmarks ríkisábyrgð. Höldum vöku okkar það er nauðsynlegt núna. Kveðja.
Jafnvel gagntilboð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.