23.2.2010 | 16:06
Á að fara að væla aftur...
Fyrir mér þá er nóg að vita að þessi maður er einn af þessum sem nýtti sér þessa útrás í að fá nokkra tugi milljóna í vasann á okkar kostnað og þykir allt í lagi vegna þess að það var hann... Rúinn trausti segi ég. Hvað er svona miklu betra núna spyr ég í þessum Icesave...
Ég velti því fyrir mér hvort Ríkistjórnin hafi umboð til þessa verka... Setti Forsetinn ekki næsta skref í þessu Icesave í hendurnar á okkur Þjóðinni...
Það eina sem gæti réttlætt þessar gjörðir sem búið er að gera er að Ríkistjórnin hafi fulla vissu um að það sé betra í vændum en samningur 1.
Það er ljóst að Ríkistjórnin verður að víkja vegna vinnubragða sinna í þessu Icesave máli. Það er ekki hægt að við Íslendingar horfum á það að Ríkistjórn sem rúinn er öllu trausti og er búinn að hóta okkur Íslenskum skattgreiðendum í allar áttir ef að við samþykkjum ekki þennan góða samning sem hún hafði náð fyrir okkar hönd að hennar sögn fari vælandi í allar áttir núna í von um hjálp til að laga klúður sitt.
Það eina sem gæti hjálpað okkur Íslendingum núna er að ný Ríkistjórn taki við. Ríkistjórn sem er með bein í nefinu og þorir að taka upp hönd okkar Íslendinga í þessu máli sem og öðrum málum sem kunna að koma upp. Ríkistjórn sem hefur hag okkar í fyrirrúmi en ekki hag annara þjóða á okkar kostnað eins og er að gerast núna.
Burt með alla þessa spillingu segi ég það er annað sem á að hafa forgang en að Íslenska þjóðin verði sett í ánauð næstu áratugi vegna þess að yfirvöld í viðkomandi löndum stóðu ekki vakt sína. Það er ástæða fyrir því að þetta orð Ráðherraábyrgð er til í lögum, Það er nauðsynlegt að það verði siðferðislega rétt á þessu máli tekið og það er ekki með þessari leið sem er verið að reyna að fara hérna. Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Kveðja.
Nokkuð góð staða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.