Skammist ykkar.

Að vilja þjóð sinni svo slæmt eins og þetta Icesave er, er ekki skiljanlegt vegna stöðu þeirra Jóhönnu og Steingríms í Þjóðfélaginu. Hún Forsætisráðherra og hann Fjármálaráðherra. Í svona stöðum má ekki láta persónulega eiginhagsmuni ráða fram yfir fjöldann. Í svona stöðu er það sem heildinni er fyrir bestu og réttast sem á að ráða. Að vilja þjóð sinni ánauð ...bara vegna... er ekki rétt og ekki heldur vegna þess að heimurinn er ekki alltaf réttlátur og þess vegna eigum við bara að borga þessa skuld sem er ekki einu sinni okkar. Segjum NEI við þessarri Ríkisábyrgð sem er verið að biðja okkur um að samþykkja fyrir þessarri Icesave skuld vegna þess að hún er ekki okkar. Verum vakandi yfir stöðu okkar, hún er mikilvæg. 

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust segi ég vegna vinnubragða sinna í þessu máli. Kveðja.


mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólánsfólk sem Jóhanna & Steingrímur voru á stríðsárunum kallað Quislingar.

 Taka afstöðu með kúgurum sínum - ótrúlegt !Íslands óhamingju verður allt að vopni, að þetta ólánsfólk skuli verma æðstu stjórnunarstöðum á örlagastundu þjóðarinnar.

 Megi NEI hljóma um víkur og voga !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæl vinkona,tek undir með Kalla Sveins.   Mætum í mótmælagönguna á morgun.

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2010 kl. 12:21

3 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

skandall, algjör skandall. Þau eiga að seiga af sér á stundinni!!  Þau vita að þau eru búin að eyðileggja fyrir sig

og að þau mun ekki verða kosin í næstu kosningar þannig að þau gefa skít í okkur og reyna að eyðileggja eins

mikið og hægt er!!  Ég er laungu búinn að kjósa! NEI.

Sævar Guðbjörnsson, 5.3.2010 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband