Þá byrjar ballið aftur..

Jæja þá byrjar ballið aftur... Hótanir yfir því að þetta gæti komið fyrir okkur eða þetta gæti skeð ef við ekki...

Stjórnarkreppa segir hann að gæti komið, ég bara spyr hvað er annað en stjórnarkreppa núna ? það vantaði ekki yfirlýsingarnar strax eftir að kjörstöðum lokaði 6 mars 2010. Yfirlýsingar frá Jóhönnu og Steingrími um að það væri komin nánast nýr samningur... Jóhanna sagði reyndar að það væri komin nýr samningur, í Kastljósi í gær sagði Steingrímur að við skyldum athuga það að nýr samningur lægi ekki fyrir. Það er ekkert að marka eitt eða neitt frá þeim. Það sem ég er aftur á móti farin að velta fyrir mér er hvort þessi pressa sem er á þeim núna að klára bara málið eins og þau segja hafi eitthvað með aðildarumsóknarferli Íslendinga inn í ESB. sem á að taka fyrir núna í mars að mig minnir, leiðrétti mig einhver ef ég er að fara með rangt þar, en mig minnir að það eigi að gerast núna í mars. Jóhanna sagði síðast í gær að það væri ekkert samband á milli AGS og Icesave. Við lesum það í fréttum í gær að Finnar ætli ekki að lána Íslendingum fyrr en það sé frágengið Icesave.... Hvað er þetta annað en samtengt hérna...   

Þessi Ríkistjórn á víkja tafarlaust hún nýtur ekki traust hjá okkur fólkinu í vinnubrögðum, eins og sýndi sig í þessari mikilvægu þjóðaratkvæðagreiðslu sem var um Icesave þar sem þjóðin er að hafna þessum vinnubrögðum sem ríkistjórnin vil fara. Ekkert ESB segi ég, og ekkert Icesave í þeim búningi eins og Ríkistjórnin vil okkur. Verum vakandi áfram, það er ljóst að við þurfum þess núna.  Kveðja.


mbl.is Björn Valur: Gæti leitt til stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband