Forsætisráðherra sagði síðast í gær...

Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir sagði síðast í gær í Silfur Egill að það væri ENGIN tenging á milli Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðins, sagði reyndar að mig minnir að hún þyldi það ekki þegar fólk væri að halda þessu fram að það væri samband þarna á milli...

Svo koma svona fréttir daginn eftir, reyndar samskonar fréttir í gær frá Svíþjóð.

Þessi samningur sem er búið að vera að semja um er EKKI Í GILDI ef þau eru ekki að átta sig á því, það mætti halda það eftir fréttum að dæma í dag, það liggur við að það sé látið bara eins og það hafi bara ekkert gerst...

Það gerðist nefnilega mjög mikið ... samningur sem er búið að vera rifrildi um í rúmt ár er fallinn, og ekki lengur gildur, svo eftir hvaða samning er verið að fara í dag, veit einhver um það... Eru veðsetningar í landi okkar og þjóð í þeim samning sem og auðlindum... 

Þarf ekki að ákveða hvað á að vera næsta skref í þessu máli í gegnum Alþingi...

Fyrir mér þá er ég hrædd um að það er annar skrípaleikur farin af stað... bara það, að kvöldi kosningadags komu Jóhanna og Steingrímur fram og sögðu nýr samningur liggur fyrir... daginn eftir þá segir Steingrímur það að við skulum athuga það að það er engin samningur sem liggur á borðinu, í dag þá er að koma  meir og meir í ljós hversu langt er í samkomulag. Ekki fundur fyrr en í vikulok segir Steingrímur núna...Eins og ég segi þá fæ ég það á tilfinninguna að það sé verið að hafa okkur að fíflum af ríkistjórn okkar. Af hverju má ekki fara réttu leiðina í þessu langar mig að vita... Það eru ansi margir búnir að stíga fram í þessari Ríkistjórn og segja við okkur fyrir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, ef þjóðin fellir þennan samning þá fer Ríkistjórnin frá. Svo allt tal um að kosningin hafi ekki verið að segja nei við þessum vinnubrögðum í leiðinni og við höfnuðum því að taka ábyrgð á þessum reikningi Icesave er bara ekki rétt, og þetta er staða sem að ríkistjórnin er búinn að koma sér sjálf í með orðum sínum.

Það er nefnilega akkúrat það sem við vorum að gera í þessari kosningu, að fella þennan samning út af borðinu. Ríkistjórnin á að taka ábyrgð á þessu klúðri sínu. Klúðri sem hún er búin að valda með þessum vinnubrögðum sínum á þessu Icesave máli eins og komið er í ljós núna rúmlega ári seinna og allt komið á byrjunarreit aftur, mér er alveg sama þó að hún hafi fengið þetta mál í arf, það var hennar að vinna að þessu máli fyrir okkar hönd, með okkar velferð í huga, og það hefur Ríkistjórnin ekki verið að gera.. Það er ekki að ræða það fyrir mér að þau komi nálægt þessu máli að nýju núna, og tala ekki um eftir þessa afgerandi höfnun þjóðarinnar á þessu samningi. Ég krefst þess að það taki Þjóðstjórn við tafarlaust, og Ríkistjórnarkosningar undirbúnar í kjölfarið, það má reyna að gera ráð fyrir að þær gætu orðið sem fyrst á eftir Borgarstjórnarkosningunum. Að heyra allt tal um að við höfum ekki efni á að lenda stjórnarskiptum núna, viðkvæmir tímar, eitt er á hreinu fyrir mér og það er að við Íslendingar höfum ekki heldur efni á þessari stefnu sem að Ríkistjórnin er að fara í þessu máli, það skulum við átta okkur á, svo þá er betra að gera breytinguna strax. Mér nægði að hugsa um þessar spurningar... Verður þjóðin sátt við að þurfa að borga bara vegna þess að lífið er ekki alltaf réttlátt... Sátt við að tapa eignum sínum... Sátt við að verða sett í ánauð næstu áratugi... Nei það er ég hrædd um ekki. Ég er annsi hrædd um að þjóðin verði ekki sátt nema að þetta Icesave fari í gegnum Dómstóla... Verum vakandi þetta er framtíðin okkar. Við flest okkar stofnuðum ekki þessa Icesave skuld. Svo mikið vitum við.  Kveðja.

 


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Ég er algjörlega sammála þér. Hrokin í henni Jóhönnu er með ólíkindum. Hún talar líku um þjóðina eins og hún viti ekkert hvað er að ské!!  Þetta mál er búið að vera í andlitið á okkur þjóðinni í eitt ár og heldur hún Jóhanna að við fylgjumst ekker með öllu?  Hún er að breita okkur í sovjetríkjana. Meigum ekki seiga sannleikann ,vaðið yfir vilja fólks og logið beint í andlit okkar.

Sævar Guðbjörnsson, 8.3.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sævar þetta er ljótt. En við megum ekki hætta og gefast upp. Þjóðin verður aldrei sátt við þessu verði þröngvað á herðar okkar.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2010 kl. 22:39

3 identicon

Er fólk að átta sig á hvað síðustu orð Reinfeldt í greinninni eru sjúk ? Hann segir eftirfarandi.

„Það er ekki hægt að líða, að fjármálamenn stingi hagnaðinum í eigin vasa en skattgreiðendur þurfi að greiða kostnað vegna lélegs hagvaxtar og mikillar skuldasöfnunar. Og það gerðist einmitt á Íslandi." Reinfeldt ítrekaði samt að Ísland verði að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar"

HALLÓ ! Hann er að réttlæta að fjármálastofnanir skilji eftir skuldir á almenningi ! Í raun að viðurkenna að það sé rangt en að við verðum samt að taka því ! hahahaha sá talaði af sér.

Már (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 22:50

4 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

ógeðslegt!

Sævar Guðbjörnsson, 8.3.2010 kl. 23:02

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ísland á að leita til Rússa, Þýskalands, Kínverja og Indverja um lán, Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar hafa ekki kjark og hreinlega þora ekki að lána okkur peninga því þeir eru lafhræddir við heimsveldið Bretland sem ruplaði og rændi nýlendum í mörghundruð ár muni berja á þeim ef þeir rétta okkur aðstoð fyrr en þeir eru búnir að handrukka okkur fyrir eitthvað sem þeir komu sér sjálfir í með lélegu eftirliti og ESB regluverki sem brást gjörsamlega, fari þessar frændþjóðir andskotans til.

Sævar Einarsson, 8.3.2010 kl. 23:15

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það vakna margar hugsanir í kollinum hjá manni. Við höfum engar alþjóðarlegar skildur gagnvart þessum Icesave reikningum það skulum við hafa á hreinu. Við eigum að slíta okkur frá þessu samstarfi sem allra fyrst. Ef að við lendum í því að okkur mun vanta gjaldeyrir þá má alltaf athuga að líta vesturátt. Það sem þarf er að auka framleiðsluna tafarlaust í landinu og búa til gjaldeyrir... Borga það sem hægt er að borga, það á alltaf að vera hægt að endursemja ef svo kæmi til að þyrfti og þannig smá saman að minnka skuldirnar. Aðalmálið er að við sjáum að það eru margar aðrar heilbrigðari og raunsærri leiðir til en að taka lán... Við þjóðin erum skuldum vafin og þurfum ekki fleiri skuldir, svo að stoppa lánatökur og fara að hugsa um að búa til pening til að borga skuldirnar frekar, það er leið sem að allir ættu að vilja að farin verði en ekki að taka lán til að borga lán og hvað þá þessi AGS lán. Eins er að ég held að fólk sætti sig ekki við annað en að Icesave fari Dómstólaleiðina og með að fara í þessa átt að stoppa frekari lán frá AGS þá hlítur það að verða auðveldara fyrir okkur að geta leitað einnig réttar okkar gagnvart því tjóni sem við höfum orðið fyrir með þessari beitingu á hryðjuverkalögunum sem að Bretar settu á okkur... allavega segi ég ekkert ESB.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.3.2010 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband