9.3.2010 | 02:54
Ég vil að þessi...
Ég vil að þessi Ríkistjórn axli ábyrgð á gjörðum sínum sem og orðum. Hún er búinn að vera með þennan samning í rúmt ár, og allt komið á byrjunarreit aftur...
Þessi Ríkistjórn setti pólitíkst líf sitt að veði fyrir þennan samning sem að þjóðin var að fella með meirihluta mun...
Það hefur engin nema Ríkistjórnin haldið því fram að þetta hverfi bara, og að halda því fram að þjóðin haldi slíkt er ekki rétt og sínir fádæma heimsku að láta frá sér svona ummæli, það mætti halda að þau haldi að við höfum ekkert á milli eyrnanna. Standið við orð ykkar öll og víkjið tafarlaust frá. Hafið vit á því að vita hvenær komið er nóg og tími til að fara. Þjóðin er að mótmæla ykkur og hvað ætlið þið að gera í því... þjóðin vil að þið standið við orðin ykkar og víkjið og hvað ætlið þið að gera í því... Að gera ekki neitt er ekki að gefa góða ímynd út á við. Sannar bara fáfræði og eigin heimsku að halda að það sé bæði hægt að gefa loforð og svíkja svo jafnóðum og það er snúið sér á hina hliðina því sú hlið lítur betri út. Hver er trúverðugleiki Ríkistjórnarinnar úti í Bretlandi og Hollandi núna þar sem Jóhanna Steingrímur Össur eða hver er, eru búinn að gefa hvert loforðið á fætur öðru um greiðslu á þessum Icesave, og að þetta sé alveg að koma....en kom svo aldrei heldur eitt stórt NEI frá þjóðinni sem finnst hún ekki eiga að borga þennan Icesave reikning... Höldum vöku okkar áfram það er full þörf á. Kveðja.
Kosningarnar ljúka ekki málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.