9.3.2010 | 10:58
Fyrir hvern á að fara í viðræður...
Þetta er alveg ótrúlegt allt saman, á sama tíma er ekki nema þriðjungur þjóðarinnar hlyntur aðild... Hvað er að stjórna þessu aðildarferli fer maður að hugsa núna....
Það er ljóst að meiri hluti þjóðarinnar vill ekki í þessar aðildarviðræður svo ekki er það að ráða för...
Það eru líka að heyrast gígantískar tölur varðandi kostnað á þessu ferli 3 milljarða er nefnt hér á bloggi, á sama tíma og það er ekki til peningur til að hjálpa HEIMILUNUM í landinu eða FYRIRTÆKJUNUM, sem eru ekki fjármálafyrirtæki segi ég því þeim virðist vera hjálpað út í eitt. Það þarf að taka alveg nýja stefnu núna það er ljóst og hún er ekki ESB það er ljóst líka. Við þurfum að rífa okkur upp segja hingað og ekki lengra.... Það er ekki hægt að það verði reynd kúgunaraðferðin í þessu máli eins og sú sem er búin að viðgangast í meðferð með þetta Icesave mál.
Að segja að það sé engin samgangur á milli Icesave er ekki rétt. Það er ósjaldan búið að nefna það í eyru okkar að ef við borgum ekki Icesave þá muni það hafa áhrif á umsókn Íslendinga í ESB.... Hvað þýðir það eiginlega, það þýðir að það er samgangur...
Krefjumst þess að þessi umsókn verði dregin til baka tafarlaust, tafarlaust vegna þess að við meiri hluti Íslendinga sem er andvígur þessari aðild erum MEIRI hluti. Það á annars að fara fram Þjóðaratkvæðagreiðsla tafarlaust vegna þessa lélega fylgis sem er með þessari umsókn áður en meiri peningum er kastað í þetta ferli... Verum Sjálfstæð þjóð með fullveldi. Við vitum hvað í okkur býr eins og við vitum munin á réttlæti og ranglæti, við erum hörku dugleg í okkur og engin á að vita betur hvað okkur er fyrir bestu nema við sjálf...
Ekkert ESB segi ég. Kveðja.
Icesave ótengt inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2010 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.