Sumarfrí...

Sumarfrí á okkar kostnað, það var bara það sem vantaði...

Mér er hugleikið hvort við Íslendingar höfum efni á því að vera með þessa Ríkistjórn... Ríkistjórn sem var kosin af okkur til að vinna fyrir okkur, vinnan sem þessi Ríkistjórn var kosin til að vinna að er óunnin en, svo mér er spurning í huga með þetta sumarfrí...

Það væri nær að við fólkið segðum þessari Ríkistjórn tafarlaust upp.  

Sumarfrí frá 16 júni til 2 september er langt og gott frí.

Ef að þessi Ríkistjórn væri búinn að vinna vinnuna sína sem að hún var kosin fyrir þá væri ekkert annað sjálfsagðara en að hún Ríkistjórnin fengi gott sumarfrí, en það er ekki svo... Fyrir mér er þetta spurning um heimili landsmanna sem og vinnur, ljóst má vera að þegar ríkistjórnin kæmi úr þessu sumarfrí sínu ef að af verður, þá verða ansi mörg heimili farin undir hamarinn og fjölskyldurnar sem að kusu þessa Ríkistjórn vegna fagra loforða um að þetta fjármálaklúður ætti ekki að lenda á herðum okkar standa á götunni með allt sem átti ekki að vera okkar að borga á herðunum sínum....

Ljót vinnubrögð og en ljótari vinnuaðferðir sem að hafa verið viðhöfð á okkar kostnað af Ríkistjórn Íslendinga er ekki hægt að horfa á lengur, það er ljóst að allt á að borgast af okkur og þeir sem að rændu fjármálafyrirtækin innanfrá fá lof og klapp frá þessari Ríkistjórn.

Allt á okkar kostnað segi ég vegna þess að þessi Ríkistjórn situr í okkar boði, á fullum launum frá okkur, og hlær sjálfsagt í bakið á okkur yfir því hvernig henni er að takast að koma þessu öllu á okkar herðar...


mbl.is Ekki á eitt sátt um hverju skuli ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband