Já.

Já þessa tillögu styð ég 110 % ef hægt væri það er ekki spurning. Þessi Ríkistjórn er búin að bregðast landi sínu svo alvaralega að það hálfa væri nóg.

Heimilum landsmanna sem og fyrirtækjum hefur verið fórnað fyrir þessa umsókn og það er ekki hægt að líða.

Íslendingar búa við lýðveldi og er Ísland Sjálfstætt og fullvalda ríki. Við áttum og eigum að fá að segja okkar vilja um þessa umsókn, en vegna hræðslu Ríkistjórnarinnar við fólkið sitt sem kaus hana þá þorði hún ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu með ESB aðildarumsóknina vegna ótta við að þjóðin hafni henni. 

 Ríkistjórn okkar hefur þröngvað þessari umsókn inn með öllum þeim svikum og prettum sem að henni er einni lagið að grípa til, og eru þær aðgerðir búnar að valda mikillri ólgu og ósamstöðu innan Ríkistjórnarinnar sem og hjá almenningi í landinu.

Eins og ég sagði hérna fyrr þá hefur Ríkistjórn Íslands lagt þann fórnarkostnað að heimili og fyrirtæki landsmanna eru lögð að veði og fórnað fyrir þessa umsókn og er ekki hægt að líða það þegar það er gert í óþökk við eigendur heimilana sem og fyrirtækja.

Stöndum saman Íslendingar í þessu þetta er landið okkar Ísland. Fagra Ísland sem er í húfi og mig langa ekki að við Íslendingar fáum þær fréttir á Þjóðhátíðardegi okkar 17 júni 2010 að aðild okkar að ESB verði formlega gerð virk...

Ekkert ESB segi ég. 


mbl.is Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband