15.6.2010 | 08:47
Nóg komið...
Mér finnst nóg komið af virðingarleysi Ríkistjórnar Íslendinga við fólkið sem var nógu gott til að kjósa hana með fögur kosningarloforð í farteskinu að leiðarljósi.
Hvað brást í vinnu hjá þessari Ríkistjórn er ekki auðvelt að sjá nema að það hafi hreynlega alltaf verið tilgangur hennar að sigla þjóðinni í kaf...
Það er ýmislegt sem bendir til þess að þessi Ríkistjórn hafi alltaf ætlað sér að fara þessa leið, nóg er að skoða þetta Icesave ferli. Þessi fögru loforð um að það væri sko ekki okkar að borga óreiðuskuldir annarra var galað hástöðum á meðan þessari Ríkistjórn vantaði atkvæði til að komast til valda, en svo lesum við það í gögnum sem hafa meðal annars verið sýnd hér á mbl. að á meðan það var galað sem hæðst þá var gengið frá loforði um að við myndum bara borga allar þessar óreiðulskuldir sem einhverjir einstaklingar eiga..(höfum ekki ennþá fengið nöfn) í topp með öllum þeim vanskilakostnaði sem hægt er að leggja á eina skuld og aukaþóknun liggur við að maður segir í kaupbæti...
Vanhæf Ríkistjórn sem á að koma sér frá tafarlaust og ætti hún að biðja okkur almenning fyrirgefningar á þessu mikla klúðri sínu sem er alveg að verða búið að kosta alla landsmenn æru sína og trú.
Svei og skömm til ykkar allra sem eru í Ríkistjórn þið eruð ekki með umboð frá Þjóðinni fyrir þessari vinnu ykkar... Það er alveg ljóst fyrir öllum...
Vinna á bak við tjöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.