18.6.2010 | 15:07
Með hvað ....
Forsætisráðherra Íslendinga talar um Lýðræði... Ég leyfi mér að efast um að hún Jóhanna Sigurðardóttir viti hvað lýðræði er...
Að segja að Alþingi hafi samþykkt með Lýðræðislegum hætti þessa aðildarumsókn Íslendinga er bara ekki rétt hjá henni. Það er stór klofningur innan VG vegna þess að Steingrímur Jóhann Sigfússon sveik málstað sinn fyrir þessa aðildarumsókn. Menn voru reknir í frí á Alþingi þegar kom að þessari kosningu vegna þess að þeir voru ekki á sama máli og Steingrímur og aðrir kallaðir til sem hægt var að rassskella til hlíðni.. Annars hefði þessi umsókn ekki fengið samþykki. Það getur vel verið að þetta kallist Lýðræðisleg vinnubrögð á heimili Jóhönnu sem og Steingríms heima fyrir, en í Þjóðfélagi okkar og uppeldisfræðum þá kallast þetta að kúga fólk til að fá sitt fram...
Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust vegna Siðblindu sinnar segi ég, og á það við alla Ríkistjórnina vegna þess að hún öll upp til hópa er búin að spila þennan ljóta leik með forustumönnum sínum...
Ákvörðunin veigamikið skref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef lýðræði hefi gilt, þá hefði þetta verið lagt fyrir kjósendur !
En nei, það verður einhverjum milljarði eða meir eitt í þetta, bara til þess að það verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu !
Svei Jóhanna !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 15:31
Sammála og þess vegna eigum við að rísa upp núna og krefjast þess að þessi aðildarumsókn verði tafarlaust dregin til baka. Ef ekki þá á að setja þjóðaratkvæðagreiðslu strax í gang um vilja okkar þarna inn því það mælist en og er búið að gera í langan tíma afgerandi 70% sem vill ekki í þessar aðildarviðræður. Það er til peningur í þetta ESB ferli en ekki peningur til að koma á móts við fólkið í landinu.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.