18.6.2010 | 16:05
Nóg komið...
Það er nóg komið af þessu bulli segi ég. Það á að draga umsókn okkar tafarlaust til baka... Tafarlaust.
Annars eigum við Íslendingar að krefjast þess að fá þjóðaratkvæðagreiðslu núna um það hvort við viljum inn í þessa aðild eða ekki. Þjóðin er búin að segja sitt um þetta Icesave. Bretar sem og Hollendingar verða bara að kyngja því og fara að skoða hvað það var sem að klikkaði innandyra hjá þeim í þessu stærsta bankaráni sem yfir okkur hefur dunið. Það er ekki hægt að við Íslendingar verðum settir í ánauð vegna þessa sofandaháttar sem að átt hefur sér stað út í hinum stóra heimi.
Skammist ykkar allir sem einn bæði í Bretlandi sem og Hollandi fyrir að gefa það í skyn að það séu við allir Íslendingar upp til hópa sem rændum ykkur þessum innistæðum ykkar. Þeir sem að það gerðu hljóta náð hjá Íslensku Ríkistjórninni sem virðist vinna hörðum höndum að því að tæma alla vasa landsmanna með ráðamenn Breta og Hollendinga innanborðs...
Þetta Icesave er ekki okkar að borga....
Eining ESB í Icesave-deilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu ekki sjá hvað er í pakkanum fyrst ?
Finnur Bárðarson, 18.6.2010 kl. 16:20
Það er greinilegt að fólk er búið að steingleyma því hver spurningin sem lögð var fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslunni var. Hún var allaveganna ekki "Finnst þér Íslendingar vera skuldbundnir til þess að borga Icesave?"
Vilhelm Smári Ísleifsson, 18.6.2010 kl. 16:28
Sæll Finnur, nei ég vil ekki sjá það sem að ESB býður ef að því fylgir að við verðum að setja okkur í ánauð til borgunar á því sem ég segi að er ekki okkar að borga Icesave...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 17:16
Já Vilhelm og við verðum að vera vakandi... Þessi Ríkistjórn var og er tilbúin að selja sálu okkar án okkar samþykkis virðist vera og það má ekki gerast... Þjóðin sagði sitt orð um þetta Icesave eins og segi hér að ofan og það á að standa...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 17:20
Afneitun sumra er alger. Hvort sem við göngum í ESB eða ekki, hverfur ICESAVE ekki frá okkur.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 17:59
Svavar mér finnst hvorki ég eða allir þeir sem að höfnuðu Icesave til greiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslunni vera í AFNEITUN... Veistu hvað er að vera í afneitun... Þessi Icesave skuld er kannski þín að greiða ég veit ekki um það, en mig minnir að það hafi verið rúmlega 90% kosningarbærra manna sem sögðu nei... svo hvort er sá fjöldi í afneitun eða þessi litlu % sem voru innan í þessum tæpu 10% sem sögðu já og hin auð... þetta hefur með réttlæti að gera...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 18:46
Hvort sem samið verður eða dæmt í ICESAVE málinu, munum við ekki sleppa við að borga þessa hörmung, sem bankaglæponar íhalds og framsóknar komu okkur í.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 20:06
En er ekki hægt að dreifa þessari skuld á þá sem sögðu já í atkvæðageiðsunni um ICESAVE? Þeir sögðu já við sögðum nei?
Þessir ESB sinnar geta bara dreift þessu bróðurlega sín á milli
Brynjar Þór (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 20:56
Já Brynjar Þór en það voru eigendur á bak við þessa Einkabanka og þeir hljóta að þurfa að sæta ábyrgð á þessari gjörð sinni. Það er spurning um þessa ákvörðun sem var tekin á sínum tíma þar sem það var ákveðið að við skyldum borga þetta en ekki þeir sem báru ábyrgð. Þetta er ákvörðun sem Ríkistjórnin tók sjálf, en fékk einhvern úr Háskólanum til að vega það og meta hvort yrði látið borga... við eða þeir sem eiga þessa skuld með réttu. Ég vil meina að það þarf að bakka út úr þeirri gjörð. Það verður ekki fyrr en það er gert sem að það mun verða sátt um þetta Icesave mál segi ég.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 23:33
Þeir einu sem eru í afneitun eru þeir sem ennþá halda að "nei" í þjóðaratkvæðagreiðslu" þýði "nei" við borgun á IceSave almennt. Einu skilaboðin sem höfnunin sendi út í alþjóðasamfélagið var að íslendingar sættu sig ekki lánaskilmálana.
Að halda öðru fram er vitleysa.
Vilhelm Smári Ísleifsson, 19.6.2010 kl. 00:35
Til að geta tekið upplýsta ákvörðun þá þurfum við að hafa allt upp á borðinu og að menn seigi satt og rétt frá. Össur þráast við að viðurkenna að um sé að ræða sameinlegt mál. Í umræðunni um her sagði össur að við þyrftum(yrðum neidd til) ekki að þjálfa her fyrir ESB en rúmum 300 dögum síðar sagði Össur að það "skifti ekki máli" það væri alltaf einhver til í að deyja fyrir einhvern fáránlegan málstað. Málið er það að það er öllu stungið undir stól, falið, leynt, logið eða spunnið utanum allt neikvætt sem kemur frá ESB. Framsókn uppgataði skýrslu um það að landbúnaðurinn færi illa við innagaungu sem Össur stakk undir stólinn, hvað fleira hefur hann undir stóli sínum
Við getum ekki tekið upplysta ákvörðun því það er all lynt eða falið og ef eitthvað kemur upp þá er bara sagt "nei það getur ekki verið og hættu þessu bulli" og skiftir engu máli hver seigi það, hvort það sé ESB, ríkistjórnir hollands(eða annara ríkja) sérfæðingar, Fullveldissinar né heldur ef allir hrópa það saman
DRÖGUM AÐILDARUMSÓKNINA TIL BAKA, VIÐ HÖFUM EKKI HUGMYND UM ÞAÐ HVAÐ VERÐUR Í BOÐI það verður allt neikvætt stimplað leyndarmál og verður ekki gert opinbert fyrr en eftir aðild
hér er að finna klassískan hugsunarhátt ESB að finna og skora ég á alla ESB sinna að skoða http://www.youtube.com/watch?v=8Kr0Foq3CQE
Brynjar Þór Guðmundsson, 19.6.2010 kl. 12:14
Sæll Brynjar og takk fyrir þetta innlegg til mín. Afsakaðu hvað ég kem seint inn, en þetta er akkúrat það sem er að gerast beint fyrir framan augun á okkur sem þú nefnir hérna og ég er ekki að þola þessa vanvirðingu sem og lítillækkun sem Ríkistjórnin er að gefa okkur fólkinu í Landinu með þessum aðgerðum sínum... Það lætur mig heldur ekki í friði hver ætli sé tilgangur hjá Jóhönnu Sigurðardóttir með þessa lagabreitingu sem hún fékk samþykkta á Alþingi um gildi Þjóðaratkvæðagreiðslu okkar Íslendinga um vilja okkar í ESB... Þegar uppi verður staðið og þjóðin hafnar aðild... Hvað ætlar hún þá að gera ef tilgangur hennar með þessari lagabreitingu var ekki sá að vilji þjóðarinnar kemur henni ekki við frekar en önnur málefni er snúa að þörfum okkar og inn fer hún með þjóðina burt frá vilja hennar... Það verður að stoppa þetta tafarlaust ef hægt er segi ég.. Þetta er ljótt siðlaust og brot á rétti okkar Íslendinga segi ég um þetta háttarlag sem og vinnubrögð hjá Ríkistjórninni. Vanhæf í öllu og á að víkja tafarlaust segi ég.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.6.2010 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.