Stór áfellisdómur á Ríkistjórn...

Það er ekkert skrítið þó blessaði maðurinn sem og örugglega fleiri við hans borð sjái í gegnum kóf núna.

Þessi dómur er stór áfellisdómur á alla Ríkistjórnina segi ég vegna orða hennar Valgerðar Sverrisdóttir að mig minnir að eftirnafn hennar sé fyrrverandi Ráðherra, sem voru þau að hún og fleiri hafi vitað þetta allan tímann.. það er um ólögmæti þessara gengislána... 

Ríkistjórnin núna ákvað að bjarga fjármálastofnunum frekar en heimilunum og fyrirtækjum og rétti þeim (fjármálast.) þessi lán öll til baka með 70% afslætti ef mig minnir rétt á okkar kostnað vitandi af ólögmæti þessu, ( leiðrétti mig einhver hratt ef ég fer með vitlausa tölu ) svo þessi maður skal ekki segja að það sé ekki til eða hafi ekki verið svigrúm fyrir þessa leiðréttingu... Ríkistjórnin okkar í dag er búin að fórna heimilum landsmanna, fyrirtækja, velferðarkerfinu menntakerfinu og ég veit ekki hverju sem er fyrir þessar fjármálastofnanir og gjörninga þeirra vitandi af þessari ólöglegu hlið ennþá í gangi...

Að þess Ríkistjórn geti sett einhverja lagabreytingu inn sem breytir þeim rétti sem var að dæmast til allra þeirra sem eru með svona lán á ekki  að gerast eða geta gerst... Þetta er ljótt stórt siðferðisbrot finnst mér líka og er ansi hrædd um að við flest öll kjósum ekki svona vinnubrögð. (vonandi sem flest okkar).

Þessi Ríkistjórn verður að fara tafarlaust vegna þessa mikla brots að leyfa þennan gjörning áfram vitandi af ólögmæti hans. Þessi Ríkistjórn er líka í samvinnu við AGS sem var búin að gefa það út að meira fyrir heimilin verði ekki gert, ekki til peningur... Hversu mikið vissu þeir um þetta langar mig að vita...

Þetta eru stór tímamót sem að við Íslendingar erum að fara í gegnum og við verðum stíga það.. Núna verður að stoppa þetta og fara að láta okkur fara í fyrirrúm segi ég. Það er ljóst að Peningakerfið verður að byrja upp á nýtt hérna heima fyrir okkur... Þetta á jú að snúast um okkur er það ekki... ekki einhverjar óreiðuskuldir erlendis sem menn kusu að hlaupa frá og reyna að troða á saklausa Íslendinga eða að snúast um það að geta selt auðlindir landsmanna á bak þeirra í sem mestu mæli og allir aðrir en Íslenskir skattgreiðendur njóta góðs af, en þeir eiga bara að þegja liggur við að ég segi og borga...

Hingað og ekki lengra segi ég... Ef tækifærið er einhvern tímann opið á breytingu þá er það að koma núna segi ég...


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú ert á réttri leið tölunnar eru nokkuð í samræmi við veruleikan!

Nú mæta allir sem geta utan við alþingi þann 24 Júni og verða með þögul mótmæli til að minna á að við erum hér og þessi vanhæfa stjórn á að vinna fyrir okkur!

Ef þeir reyna að setja lög á okkur sem verja lánafyrirtækin þá má láta í sér heyra og henda út úr alþingi á stundinni!

Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband