25.6.2010 | 01:36
Það skyldi aldrei vera...
Það skyldi þó aldrei vera svo að Fjármálaráðherra sem og Forsætisráðherra séu að klóra yfir ein af sínum mestu mistökum sem þau hafa gert með þessari eignartöku á gömlu bönkunum á sínum tíma og því hvernig þeir voru seldir áfram. Það er jú það sem var gert þeir seldir áfram.
Mistökin liggja væntanlega í því hvernig þessi lán (hvort sem um bílalán eða húsnæðislán var að ræða) voru seld yfir til nýrra eigenda í nýju lánaformi væntanlega og þessi endursala á þessum lánum hjá Ríkistjórninni í nýjum lánabúningi seld með meiri háttar afslætti svo hvar liggja gömlu lánin annar staðar en í þessum banka landsmanna sem Fjármálaráðherra fagnaði ekkert smá yfir því að vera búin að takast að gera hann aftur að þeim banka sem hann var gerður fyrir á sínum tíma Landsbanka Ríkisins allra landsmanna...
Þessi Ríkistjórn með allt sitt innihald á að víkja tafarlaust segi ég en og aftur.
Eina leiðin hennar til að breiða yfir þennan skít (þetta er ekkert annað) með klór í bakkann er að takast að setja þetta á herðar okkar í hærri sköttum og gjöldum sem veldur svo hverju öðru en hækkun á vaski líka og mér finnst við vera að borga alveg gígantískt þarna í heild sína þegar saman telur hlítur að vera og ekki nóg með það heldur skulum við átta okkur á því að við erum að borga þessa gjöf Ríkistjórnarinnar til bankanna í þeim hækkunum sem þegar eru komnar á okkur.(hvað er þetta annað en gjöf segi ég) ...
Hingað og ekki lengra segi ég en og aftur, það verður að skrúfa þetta peningabull út sem er í gangi og setja raunverulegt inn sem er í takt við þarfir okkar Íslendinga og getu, þetta á jú allt að snúast um okkur er það ekki annars...
Um okkur eiga þeir peningar allir sem að við erum að borga nú þegar að snúast segi ég...
Þegar að við erum farin að geta fætt okkur og klætt í takt við vöxt lífsins á því hversu mikið við þurfum til að geta mætt þeim þörfum sem að eru hverjum og einum nauðsynlegar á lífsleiðinni þá má skoða það hversu mikið við getum aðstoðað erlendis til og hjálpað öðrum segi ég, en við getum alltaf frætt og kennt öðrum hvernig við gerum og hvernig við ættum með þeirri hliðsjón þá á því hvað er okkur til framtíðar litið fyrir BESTU og það á að vera velferð hvers og eins segi ég líka .....
Upplýstir um stöðu mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.