25.6.2010 | 18:07
Þá fer kannski eitthvað að gerast...
Mikið líst mér vel þennan fund. Þessi orð Frelsi Ábyrgð og Umhyggja er það sem að velferð okkar Íslendinga á að snúast um. Framtíð okkar allra Íslendinga. Ég ætla að vona að flokkurinn (minn) komi með góða og trausta stefnu um framtíð okkar Íslendinga því það er það sem þjóðin þarf virkilega á að halda. Mér líst ekkert annað en vel á Formanninn sem og að hún Ólöf Norðdal verði varaformaður þó að ég hefði helst viljað sjá Þorgerði Katrín áfram, tilfinningin mín segir að þar verði komin góð forysta saman með Bjarna B. og Ólöf N. í forsvari fyrir framtíð hans sem Sjálfstæðisflokkur Íslendinga.
Að draga þessa umsókn til baka er náttúrulega það eina rétta í stöðunni einfaldlega vegna þessa miklu andstöðu sem er gegn þessari aðild. Fyrir utan það þá var farið með það loforð af stað að það yrðu 2 þjóðaratkvæðagreiðslur um þetta aðildarferli, og við vitum öll hvernig það endaði þegar til átti að koma og Forsætisráðherra var inntur eftir loforði sínu... EKKI TIL PENINGUR NEMA FYRIR EINNI ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU lét hún frá sér fara.
En það er munur á því hvort umsóknin verði dregin til baka eða lögð til hliðar við skulum átta okkur á því og það á ekki að koma annað til greina en að draga þessa aðildarumsókn tafarlaust til baka sem og að setja stefnuna á að fara að snúa sér beint að okkur fólkinu og öllu því sem að okkur snýr...
Leggja aðildarumsókn til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún verður dregin til baka,sú er mín trú.
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2010 kl. 10:01
Sæl Helga mín, já það er mín trú líka að svo verði.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.