Þjóðareign, almannaeign eða ESB eign...

Mér hefur alltaf fundist þetta orðalag Þjóðareign og almannaeign mjög sérstakt og varhugavert þegar Jóhanna Sigurðardóttir fer að tala um Auðlindir okkar og hversu mikilvægt það sé að þær verði gerðar að Þjóðareign en núna talar hún um almannaeign.

Við skulum athuga það að um leið og þjóðin fer inn í ESB ef svo verður þá verða þessar auðlindir okkar ekki okkar lengur ef um almannaeign verður að ræða. Stefna ESB er að það verði eitt stórt ríki sem stjórnar öllum þeim sem eru innan þeirra banda, svo það gefur augaleið með auðlindir okkar hvort sem um rafmagn vatn eða fisk er að ræða að þær verða ekki mikið okkar ef í ESB verður farið...

Höldum vöku okkar það er mikilvægt núna, þetta er landið okkar og okkar auðlindir sem er verið að tala um...


mbl.is Auðlindir verði almannaeign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband