27.6.2010 | 09:46
ÆJÆJÆ...
Það gerðist svona atvik fyrir mig þegar ég var 12 ára og bar út Moggann í Garðinum.
Ætlaði ég að stytta mér leið yfir tún eitt og viti menn tuddi staddur á túninu og ég held að ég hafi aldrei hlaupið eins hratt á ævi minni með tuddann á eftir mér og Moggatöskuna í eftirdragi. Ég man að ég náði að henda mér yfir girðinguna og þetta var sko ekkert grín að lenda í, en það er óskandi að konan eigi eftir að jafna sig og sé ekki mikið slösuð eftir þessi átök. Það er aðalmálið núna. Ég var meira búinn eftir hlaupin og sjálfsagt heppin þegar maður hugsar til baka að tuddagreyjið náði mér ekki þó annsi mjótt hafi verið þegar ég náði loksins girðingunni..
Nautgripur réðst á konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hugsanlega að einhverju leyti afleiðing af eldgosinu, gæti hafa ruglað mataræði kusu rða mola , og þá getur allt gerst.
Björn (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 09:55
Nautgripir geta verið hættulegir þó er það sem betur fer frekar sjalgæft að nautgripir ráðist á mannfólk að fyrra bragði hellst getur það gerst rétt eftir að þeir eru komnir út í fyrsta skiptið eða þegar kýr eru ný bornar þá eiga þær til að vernda ungviðið og eru á þeim stundum stór hættulegar!
Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 10:56
Svona slys eru sjaldgæf núorðið.Naut hafa grandað fólki í eldgamla daga .
Hörður Halldórsson, 27.6.2010 kl. 11:03
Sælir strákar, í mínu tilfelli þá var þetta snemma sumar og tuddinn ný komin út á tún og sjálfssagt eins og Sigurður H. segir. En ég var vön að stytta mér leið yfir þetta tún þó mér hafi verið stranglega bannað það vegna þessa hættu... En það gerðist aldrei aftur eftir þetta ævintýri að ég stytti mér leið yfir þetta tún hvort sem að hann var eða ekki. EN er eitthvað vitað meira um líðan þessara konu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 11:12
Einhvur fékk horn í kvið fyrir að vera að pirra nautgrip... BIG news...!
Óskar Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 11:40
var honum bolanum illa við moggan.
gisli (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 18:51
Sæll Óskar og gott að heyra að það var ekki meira... Gísli ætli það hafi ekki frekar verið að hann vildi smakka á honum og jafnvel líta í hann... ...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.6.2010 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.