30.6.2010 | 12:01
Almannahagsmuna eða ...
Ég verð að segja það að mér finnst þetta svívirða við alla Íslendinga sem að kusu Ríkistjórnina vegna fögru kosningarloforða hennar að bjarga heimilum og fyrirtækjum, og tryggja það að óreiðuskuldir annarra yrðu ekki okkar að borga.
Það er með ólíkindum þær aðferðir sem hafa verið notaðar af Ríkstjórninni til að hræða almenning segi ég, vegna þess að hver er annars tilgangurinn með svona hótunum út og suður annar en að hræða fólk til skrefa í ákveðna átt, átt sem fólk vill ekki einu sinni fara , þetta er búið að viðgangast í Icesave málinu sem er komið á byrjunarpunkt aftur. Það er notuð þessi aðferð inn á Alþingi af Ríkistjórninni til að Ríkistjórnin nái sínu fram og gekk upp varðandi ESB aðildarferlið án meirihluta segi ég vegna þess að þeim sem voru á móti var logið að til um hvað væri að fara í þessa aðild og látið vera að það væri bara að skreppa í kaffi til frænku til að fá samþykkt.
Þessi Ríkistjórn kann ekki aðra aðferð en lánatökur til að vinna á skuldarvanda þjóðarinnar og er hann orðin alveg gígantískur í dag myndi maður halda... Þætti vænt um ef það væri hægt að fá stöðu birta og þá sérstaklega hversu mikið Fjármálaráðherra er búinn að skuldbinda ríkisjóð með útgefnum bréfum sem og lánatökum frá því að hann tók við embætti.
Þessar fréttir sem að við erum búin að vera heyra síðustu daga eru alveg með ólíkindum eins og að kreppan sé búinn og við ekki að sjá eða finna fyrir því en það sé alveg á næsta leiti eftir orðum þessara háttsettu manna er alveg með endemun að lesa. Ég veit ekki betur en það séu yfirvofandi þvílíkar hækkanir frá Ríkistjórn á skatta gjöld álög vask og hvað nú þetta allt saman heitir og kreppan búinn...
Það verður að stoppa þetta bull núna. Það er ekki nóg að þjóðin er búin að ganga í gegnum það að Ríkistjórnin VAR tilbúin og ER tilbúin að fórna heimilunum og auðlindum okkar fyrir eitthvað sem okkur er ekki sagt, heldur eru margar fjölskyldur búnar að missa húsaskjól sitt og allt sitt og hvað gerði Ríkistjórnin á meðan ! Ekki neitt, ekki neitt annað en að segja.. já ykkur var nær að fjárfesta svona upp í rjáfur og núna ætlast þessi Ríkistjórn til þess að fólkið finni til með sér og sjái aumur á sér og hjálpi henni með samúð miskun... Ef þetta er það besta sem að Ríkistjórnin getur gert þá á hún að viðurkenna það fyrir okkur að á leiðarenda er hún komin vegna þess að það stóð aldrei til að bjarga heimilum né fyrirtækjum landsmanna og hafa vit á því að koma sér frá störfum tafarlaust og láta okkur sjá um að kjósa fólk í þessa vinnu sem kemur með raunhæf plön sem farnast vel í framtíð okkar og eru rétt og best fyrir okkur...
Í þágu almannahagsmuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er gert fyrir þjóðinna, þú ert ekki þjóðinn, Bankinn er þjóðinn.
Sigurður Ingi Kjartansson, 30.6.2010 kl. 12:10
Sigurður það er okkar að breyta því og við erum þjóðin...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 12:13
Sæl Ingibjörg,
Mig langar til að koma því að, að stöðugleiki fjármálakerfissins varðar þig og mig jafnmikið að fjármálastofnanir. Þú gerir þér ef til vill ekki grein fyrir hvað hann skiptir okkur miklu máli í daglegu lífi. Þú nefnir líka að þú viljir ekki greiða óreiðuskuldir annarra en ég skal segja þér það að ég, sem N.B. er ekki með nein "erlend lán" hef heldur engan áhuga á að greiða skuldir annarra og á ég ekki við útrásarvíkingana. Að fólk skuli halda að það, að hluti skuldara fái utanþágu frá skuldum sínum, á þann máta sem handhafar slíkra skuldabréfa fara fram á, bitni ekki á restinni er, að mínu mati, hreinn og klár barnaskapur.
Bjartur (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 18:39
Sæll Sigurður.
Mikið rétt hjá þér með stöðugleikan Sigurður en hann er mikilvægur fyrir allt og alla og Það er ekki nóg að hann eigi bara að vera fyrir fjármálastofnarnirnar. Hann verður að vera allan hringin til að hann geti gengið og það er hann ekki búin að vera að gera í mjög langan tíma segi ég. Það hafa alltaf verið heimilin sen hafa þurft að borga brúsan, og það vita allir að það verðum við sem að borgum þegar uppi verður staðið til að hjólin geti snúist áfram. Ég er ekki heldur með nein svona lán en finnst þetta svívirða samt og á mjög erfitt með að hofa á svona brot þegjandi. Hæstiréttur er búinn að segja sitt orð og hann er lokaorð. Loka orðið er komið það er málið, en hvernig þeir sem gerðust brotlegir við þennan dóm eru að koma fram er með ólíkindum. Þeir áttu náttúrulega að biðja alla sína viðskiptavini fyrirgefningar sem og að gera allt sem í þeirra valdi var til að ná samningum við viðskiptavini sína á þann hátt sem þeir geta.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 22:18
Bjartur númer 4 er til þín en ekki Sigurðar fyrirgefðu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.6.2010 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.