En og aftur...

Það er greinilega vaxandi hópurinn sem vill ekki inn í ESB og satt að segja þá er ég svolítið glöð yfir því vegna þess að mér hefur alltaf fundist við vera betur stödd utan þess en innan.

Þar sem þessi könnun sínir og sannar okkur er að þessi staðreynd stendur.

Það stendur líka að það liggur fyrir þingsályktunartillaga inn á Alþingi um að draga þessa umsókn til baka.

Það stendur líka að það er komin skýr lína hvar Sjálfstæðisflokkurinn er í þessu.

Það stendur líka að það er mikla andstöðu að finna með þessari umsóknaraðild innan allra hinna flokkana svo af hverju er ekki stoppað þetta ferli strax og umsóknin dregin tafarlaust til baka eða þjóðinni gert kleift að segja vilja sinn með Þjóðaratkvæðagreiðslu sem fljótast...

Það á ekki að bíða fram á haust eins og VG hafa lagt til. Ef þeir hafa ekki dug eða kjark til að fara strax í þá vinnu að fá þennan ágreining á hreint og taka skýra stefnu í þessu núna þá eiga þeir eða ættu að hafa svo mikið vit að setja sig úr þessum leik...

Fáum þetta á hreint áður en lengra er haldið segi ég...


mbl.is Aðeins fjórðungur vill í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hví óttast þú svo mjög vilja þjóðarinnar EFTIR ESB-viðræður að þú viljir ekki þær umræður?

Hvað hefur þú að fela?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 02:12

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ha Ybbar gogg... Ég er ekki hrædd við vilja þjóðarinnar. það sem ég óttast mest og er búið að einkenna vinnubrögð Ríkistjórnarinnar er að það sem Þjóðin vill er ekki það sem Ríkistjórnin fer eftir og hvað höfum við í höndunum fyrir því að það verði farið eftir vilja þjóðarinnar í þessu ESB frekar en öðru ?Ekkert segi ég eftir að Forsætisráðherra fékk í gegn þessa breytingu sína á gildi Þjóðaratkvæðagreiðslunar okkar um vilja okkar þarna inn...
Það sem ég velti fyrir mér er hvað vakti fyrir henni með að fá þessa breytingu á þjóðaratkvæðagreiðsluna í gegn annað en að ætla að keyra þjóðina þarna inn gegn hennar vilja...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.7.2010 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband