Þjóðin er búin að segja hug sinn...

Þjóðin er búin að segja hug sinn varðandi þennan Icesave óreiðureikning sem er ekki komin til vegna allra þjóðarinnar heldur vegna þess að eftirlitsstofnanir í mörgum löndum sváfu í vinnunni sinni og því miður fyrir alla Íslendinga þá notuðu nokkrir Íslenskir eigendur fjármálafyrirtækja sér sofanda hátt eftirlitsstofnanna á meðan og rændu alla fjármuni úr fyrirtækjum sínum...

Fyrir mér þá lítur þetta svona út og til þess að allt myndi ekki hrynja þá var betra að gera Íslendinga að blórabögglum á þessum sofanda hátt sínum. Skammist ykkar Bretar og Hollendingar fyrir þessi vinnubrögð ykkar, sem og Íslensk stjórnvöld fyrir að taka þátt í þessum vinnubrögðum og reyna allt ykkar til að koma þessari ólánsskuld á herðar okkar.

Eins og sagði hér í byrjun þá er Þjóðin búin að segja sitt orð og ber að virða það í einu og öllu. Hann Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra er óhæfur til að fara fyrir þessu máli fyrir okkar hönd vegna allra þessara hótana sem hann er búin að reyna að beita á okkur til að fá samþykki fyrir greiðslu á þessari óreiðuskuld, á hann að vera löngu búinn að víkja sem og aðrir innan hans vébanda vegna þessa Icesave máls....


mbl.is Fagnar viðræðum um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband