13.7.2010 | 10:12
Ertu Gunga...
Hvar á plánetunni er hann búinn að vera, er hann kannski orðin hræddur um sæti sitt. Það hefur ekki verið réttlæti á neinu sviði er varðar laun flestra landsmanna í langan tíma segi ég og þessum manni hefur fundist það bara allt í lagi. Hann segir bara hefði þetta og hefði hitt. Það þýðir ekkert lengur ja hum eða kannski lengur.
Það er allt í upplausn núna og ef tækifærið hefur einhvern tíma verið í að geta snúið þessu kerfi við okkur almenningi í hag þá er það núna, en mér sýnist á þessum viðbrögðum hans að það verði ekki gert með hann innandyra ef þetta er hugsanagangurinn... hefði viljað hjá honum.
Það er tími raunverulegrar byltingar núna og þörf á aðgerðum segi ég og hefði ég viljað sjá Gylfa Arinbjörnsson rísa upp þar og segja HINGAÐ OG EKKI LENGRA...
það er komið fram við okkur Íslendinga eins og við séum mállaus og heyrnalaus og það er ekki líðandi lengur...
Þetta er Landið okkar Ísland og við erum Þjóðin gleymum því ekki og eigum við að segja síðasta orðið myndi ég halda út frá því...
Forseti ASÍ vill fremur lækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góða færslu.
Sameinuð stöndum vér.
Íslandi allt.
Benedikta E, 13.7.2010 kl. 10:31
Íslendingar standa aldrei samann,,,,,,,,,,,
röflandi asnar
Sigurður Helgason, 13.7.2010 kl. 10:49
Sæl Benedikta og takk, en mér er fúlasta alvara núna...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:06
Sigurður Helgason á meðan fólk hugsar eins og þú gerir hérna þá er og verður náttúrulega alltaf prósenta sem er andsnúinn öllu og getur ekki eða kann ekki að vinna saman eða sína samstöðu... en ef tíminn hefur einhverntímann verið með okkur í að snúa þessu við þá er það núna...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 11:10
hvernig veistu hvað ég hugsa ;;;;;)
Hvað á að kjósa næst ,,,,,,,,
Sigurður Helgason, 13.7.2010 kl. 11:23
Það ætti að reikna út hve mikið af vinnuviku meðal manns/konu fer í það að vinna fyrir ríkið(skatta og gjöld) og hversu mikið fer í eigin vasa (banka tryggingar og framfærslu). Það kæmi mér ekki á óvart ef að umþaðbil þrír dagar af fimm daga vinnuviku fari beint eða óbeint í vasa Steingríms og félaga. Hvað haldið þið, er á það bætandi?
kallpungur, 13.7.2010 kl. 14:06
Sigurður það sem ég á við er akkúrat þetta Íslendingar standa aldrei saman, geta aldrei.. þessi hugsun er lamandi og niðurdrepandi segi ég. Með öllum breytingum koma nýjir tímar. Það verður að kalla eftir því hvað þjóðin vill í þessu ESB og í kjölfarið ef þjóðin samþykkir þá að halda áfram þessari vitleisu sem ég segi að sé, nú ef þjóðin hafnar því að vilja inn í ESB þá á að kalla tafarlaust eftir kosningu og kjósa menn eftir málefnum en ekki flokkum og það verður að tryggja það að þeir sem kosnir verða hafi ábyrgð fyrir gjörðum sínum og þurfa að sæta ábyrgð ef þeir fara á skjön við það sem þeir voru kosnir fyrir.. Það verður að stoppa það sem er í gangi núna tafarlaust segi ég, þetta er háalvaralegt mál að það skuli vera hægt að selja Auðlindir þjóðarinnar án hennar vitundar... með nýja byrjun í farateskinu og okkur fólkið í fyrirrúmi þá ætti ekkert að verða því til fyrirstöðu að við gætum ekki unnið okkur út úr þeim vanda sem við erum í með rétta forsendu að leiðarljósi og alla þá hjálp sem þarf til að við getum... Allir eru búnir að segjast vilja hjálpa okkur og það verður að fá þá hjálp rétta og rétt hjálp er ekki í hærri lánatöku eða hærri vöxtum heldur yrði sú hjálp að vera í því formi að lengri tíma þarf til að borga skuldir án álögu vegna þess að það verður að vera til fólk til að vinna fyrir tekjum, ekki nema að það hafi alltaf verið planið í stórumyndinni að sjúga alla orku úr landinu okkar og tæma vatnlindir okkar fyrir einhverja til að verða ríkir á út í hinum stóra heimi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 15:48
Karlpungur já ljótt er það og eitt er á hreinu fyrir mér og það er það, að við erum ekki fædd í þennan heim til að borga vexti og álögur vegna bankaklúðurs sem varð... við erum ekki fædd í þennan heim til að þræla gegn okkar betri vitund fyrir aðra... Ég segi að hlutverk okkar er meðal annars það að næra og hlúa að öllu vegna þess að við erum tilfinningaverur með þessa meðvitund sem gerir það að við segjumst vera vitibornar og að vera vitiborin er ekki að setja fólk í vanlíðan og óvissu... öll held ég að við vitum svo mikið að það sem við nærum vel og hlúum vel að skilar vel og á þetta við allan okkar lífshring okkar vill ég meina... hvort sem það veraldlegur hringur eða andlegur hringur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 16:00
Villa.. allan okkar lífshring vill ég meina.. á að vera sorry... .
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 16:03
Hvar varst þú í hádeiginu þegar ég var að mótmæla
ég eyddi hádegishléinu mínu í þetta, ekki margir á staðnum
Sigurður Helgason, 13.7.2010 kl. 17:07
Sigurður ég var ekki svo heppin að hafa hádegishlé í dag á réttum tíma... en er búin að sjá boðuð mótmæli á morgun gegn inngöngu í ESB og ég ætla að mæta á þau...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.7.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.