Ekki spurning segi ég.

Þetta er stórt og mikið mál og ljótt segi ég.

Vegna þess hversu ljótt þetta er þá á það ekki að vera spurning um hvort eða...

Þetta teygir sig inn á Ráðherrastóla svo það getur aldrei verið auðvelt að fara af stað í svona vinnu og okkur eða alla vegna mér var kennt það að virðingu ber maður fyrir Forseta vor og Ríkistjórn.

Vegna þessa þá er þetta örugglega ekki auðvelt að fara í og þar sem að það liggur fyrir eftir að Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi Ráðherra tjáði sig um það að hún væri nú búin að vita um ólögmæti þessa lánaforms allan tíman þá má þetta ekki vera spurning um ..hvort eða.. eins og ég segi. Þetta eiga að vera fyrirmyndir okkar útávið og hverslags fyrirmynd erum við að gefa þarna ef ekki verður tekið á þessu eins og á að gera og yrði alveg örugglega gert ef að það væri einhver annar. 

Vegna þess að við treystum þeim til að fara með Landið okkar sem og Auð okkar vel og okkur ekkert sýnt sem sýndi annað en að allt væri í góðum höndum þá á að refsa öllu þessu fólki og ef einhverjir eiga fá fordæmisgefandi þunga refsingu þá eru það allir þeir sem að komu að þessu.


mbl.is Skoðar hvort ákæra eigi vegna myntkörfulána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband