26.7.2010 | 10:55
SVEI OG SKÖMM...
Svei og skömm segi ég.
Það er ekki stuðningur með þessu ESB brölti Samfylkingarinnar svo hvernig er hægt að keyra þetta svona áfram...
Krefjumst þess að Alþingi verði tafarlaust kallað saman til að afgreiða þessa þingsályktunartillögu um að draga þessa ESB umsókn okkar strax til baka...
Það er verið að koma aftan að okkur og er Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra þar í forsæti segi ég. Okkur þjóðinni var lofað tvöfaldri Þjóðaratkvæðagreiðslu um þessa ESB umsókn og fékkst ekki samþykki fyrir því að fara í þessar BARA VIÐRÆÐUR eins og Össur Skarphéðinnsson talaði um að væri á Alþingi nema gegn þessu loforði um 2 þjóðaratkvæðagreiðslur fyrir þjóðina ef það væri það sem við þjóðin vildum...
Það sem að við fengum að heyra frá Forsætisráðherra þegar til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar átti að koma var að það væri ekki til PENINGUR...
Það var til PENINGUR til að hækka ferða og dagpeninga Ríkistjórnarinnar rétt fyrir þetta sumarfrí sitt sem hún segist vera í en er að keyra þjóðina á fullu í ESB... Það er ekki hægt að líða þetta kæruleysi lengur og myndi maður halda að þetta sé allt saman að skaða okkur frekar en styrkja enda hvernig er hægt að hugsa öðruvísi þegar við horfum upp á það sem er að gerast með Auðlindir okkar til dæmis...
Höldum vöku okkar núna þetta er okkar Ísland og við Þjóðin... Ekkert ESB segi ég.
Samþykktu að hefja viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
Utanþingsstjórn strax.Hver treystir t.d. Øssuri STYRKÞEGA, sem Utanríkisráðherra nú þegar aðildarviðræður við EU fara í gang? Burt með alla þessa samspilltu eiginhagsmunapotara sem eru bara að róa að feitu embætti í Brussel, rétt eins og ISG sýndi okkur með sínu eiginhagsmuna framapoti.
Nú þarf þjóðin virkilega fólk í stjórn sem er að vinna fyrir ÞJÓÐ sína en ekki sjálft sig og FLOKKINN.
Og það eru aðeins handfylli þeirra á Alþingi í dag. Eins og Hreyfingarþingmennirnir.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 11:07
Sammála þér Arnór. Hvernig förum við að því að snúa þessu við... Ég er orðlaus yfir þessari framkomu Ríkistjórnarinnar við okkur fólkið sem borgum henni launin sín... Það er ekki hægt að láta þetta ganga lengur... Það er ekki verið að hugsa um hag Fólksins eða Lands okkar og er það alveg ólíðandi finnst mér. Við eigum þetta gjöfuga Land á Auð til Lands og Sjávar, erum Sjálfstæð Þjóð með Fullveldi, erum með eigin Gjaldmiðil en stöndum frammi fyrir því að við Íslendingar fólkið sjálft sem höfum efni á að borga ríkistjórninni þessi góðu laun eigum ekki til matar jafnvel sjálf... Hversu öfugsnúið er þetta segi ég bara... Það þarf að breyta þessu og það tafarlaust á meðan hægt er... Það verður ekki ef við förum í ESB...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.7.2010 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.