2.8.2010 | 12:12
Hver er sekur...
Þetta er alveg ótrúlegt að lesa...
Það er ekki verið að taka á því sem Wikileaks er að birta fyrir augu Heimsins og jafnframt að sína Heiminum spillinguna sem er í gangi...
Nei Bandaríkin bregðast hin reiðustu við og krefjast þess að menn sem er að reyna að hjálpa skynsömu og vitibornu fólki sem veit munin á réttu og röngu, veit munin á því að gera ólöglegt og löglegt verði sóttir til saka vegna þess að þeir komu upp um spillinguna sem var og er í gangi jafnvel ennþá...
Að það skuli vera til heil stórþjóð eins og Bandaríkin sem finnst það alveg sjálfsagt allt saman sem kemur fram í þeim gögnum sem Wikileaks er að birta, sjálfsagt allt saman til framkvæmdar en bara ekki fyrir augum Heimsins er hreint með ólíkindum og segir manni að mikið er að á þessum bæ Bandaríkjunum...
Stöndum saman um að vernda þetta fyrirtæki það er að gera hinni almennu manneskju hvar sem í Heiminum er stödd, gott eitt til. Að það skuli aftur á móti ennþá vera til þessi tegund af fólki sem finnst sjálfsagt að pína, nauðga, drepa nú eða gera eins lítið úr manneskjunni eins og hægt er, og virðist hafa viðgengist innan hersins í Bandaríkjunum er ekki hægt að líða og á ekki í Heimi sem er staddur á því herrans ári 2010...
Vill loka fyrir Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hei
Ég hef alltaf jafn gaman af því þegar fólk fer að skamma heila þjóð fyrir það sem ein manneskja lætur út úr sér..... Heldur þú virkilega að öll bandaríska þjóðin sé sammála þessari konu ? Heldur þú það virkilega ? Er þá öll íslenska þjóðin sammála t.d. Steingrími Sigfússyni þegar hann er að tjá sig um eitthvað mál við útlendinga ? Þetta er næstum því fyndið að lesa svona.... en bara næstum..
Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 12:31
Það sem þessi kona segir er sett út fyrir alþjóð svo það hlýtur að vera með samþykki Bandaríkjanna... Hún talar og kemur fyrir hönd Bandaríkjanna og þegar Steingrímur eða Össur eða hver sem er talar á erlendri grund fyrir hönd Íslendinga þá taka aðrir því sem það sé frá heildinni komið er ekki svo Þórarinn, svo er það annað mál hvot við Íslendingar erum sammála eða ekki og eins hlítur að vera svo á þessum bæ...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.8.2010 kl. 12:37
Eins og ég hef áður sagt þá skulum við verja Wikileaks þeir eru að gera góða hluti!
Sigurður Haraldsson, 2.8.2010 kl. 20:20
Sigurður ég er innilega sammála þér, hvar síðan er hýst er náttúrulega rangt hjá henni, en það sem Wikileaks er að gera er nauðsynlegt fyrir alla sem vilja réttlæti, heiðarleika og mannlega virðingu fyrir hverjum öðrum... Það finnst mér svo mikilvægt og þess vegna segi ég að við Íslendingar eigum að gera allt til að verja þá, þeir hafa margoft verið nefndir í sambandi við landið og það eitt og sér er umhugsunarefni fyrir okkur hvort gott sé eða ekki, en málstaður þeirra er góður og það er það sem málið snýst um...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.8.2010 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.