Þessi Aðferðarfræði...

Að selja það í burtu sem hefur verið að gera vel er ekki hægt að skilja...

Hvernig það geti verið betra að selja nýtingarrétt af afkomu Auðlindar er ég ekki að skilja nema það séu þvílíkir skussar við stjórn sem kunna ekki að reka fyrirtæki og er ég á því að það sé frekar svo en að fyrirtækið borgi sig ekki eða geti ekki rekið sig sjálft, svo það á frekar að skoða reksturinn...

Þessi kaup virðast vera eitt stórt klúður og algjörlega vanhugsuð aðgerð hjá HS orku og ekki hugsuð til enda...

Það á ekki að borga kaupverðið með gjaldeyri heldur aflandskrónum er maður að lesa og þá hugsar maður hvað er í gangi eiginlega...

Auðlindir okkar eiga að vera okkar sem og afkoman af þeim og annað á ekki að vera til í stöðunni segi ég. Þetta er okkar Rafmagn og okkar vatn. Þessu fyrirtæki Magma finnst alveg sjálfsagt að ryðjast hingað inn nafnlaust á eigendur fyrirtækisins og undrast að fá ekki viðmót sem kóngur hjá þjóðinni...

Burt með þetta fyrirtæki en nöfnin á eigendum þess vil ég að við Íslendingar fáum að vita hverjir séu...

Stöndum vörð um Landið okkar fagra Ísland það er okkar...


mbl.is Beaty: Vilja ekki hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er braskfyrirtæki virðist njóta sérstaklega velvildar vissra manna í Sjálfstæðisflokknum.

Fjöldi einstaklinga töðuðu ævisparnaði sínum gegnum Jarðboranir, Atorku og Geysir Green sem þetta fyrirtæki ætlar að gleypa fyrir lítið. Þá hafa lífeyrissjóðir tapað offjár í fjárfestingum gegnum þessi fyrirtæki og færa núna lífeyrissjóðsrtéttindi okkar niður um 12%.

Er þetta sem við viljum? Af ávöxtunum eigum við að þekkja þá!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.8.2010 kl. 21:47

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Guðjón þetta er ljótt mál, en það sem mér finnst svo mikilvægt í þessu öllu saman er að við stöndum frammi fyrir því í dag að verða að hugsa til framtíðar og framtíðin okkar er meðal annars afkomendur okkar. Þessar Auðlindir okkar eiga að vera í okkar höndum það er Íslendinga segi ég, og ef einhverjir eiga að njóta þess að hafa þetta við bæjardyrnar þá eru það við heimamenn Íslendingar. Hvað er að valda því að HS orka sé svona ílla stödd fjárhagslega að þetta sé hennar besti kostur í stöðunni að selja frá sér það sem hefur verið að gefa afkomuna samt sem áður er ég ekki að skilja og það er þessi aðferðarfræði sem ég er að tala um að sé vitlaus, hvernig ætlar HS orka tildæmis að geta séð um Auðlindirnar ef ekki kemur afkoma spyr ég vegna þess að þær Auðlindirnar verða jú í eigu Reyjanesbæjar áfram en ekki afkoman lengur... Hver verður staða Reykjanesbæjar til dæmis ef það kæmu nú náttúruharmfarir á þessi svæði sem er ekki ólíklegt að gerist og hvað þá spyr ég líka, hver verður þá gerður bótaskyldur fyrir því tapi sem gæti hlotist við það... Þetta er allavega ekki það sem ég vil það get ég sagt þér og finnst mér þetta vera stór tímamót í mörgu hjá okkur Íslendingum þessa dagana sem við þurfum að hugsa með framtíðina í huga og velferð okkar sem og afkomenda okkar í því hvernig við viljum og hvað við teljum fyrir bestu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.8.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband