4.8.2010 | 09:17
Magma Energy...
Mér finnst þetta vera óhugnaleg tilhugsun og afar slæmt ef nær fram að ganga þessi markmið hjá þessu fyrirtæki sem við vitum ekki einu sinni hverjir eiga en ber nafnið Magma Energy...
Þetta sem hún Björk er að segja okkur og Heiminum er háalvaralegt og að hugsa til þess að það séu fleiri staðir á Íslandi sem er búið að skoða og jafnvel komið svo langt í hugsun að kaup séu komin langt á leið er alveg skelfilegt finnst mér og verður vonandi stoppað strax í hugsun...
Þetta eru Auðlindir okkar Íslendinga allra en ekki Ríkisstjórnarinnar einnar eða Bæjarstjóranna í landinu segi ég og það er við fólkið Íslendingar á landinu sem eigum að segja til um það hvort við viljum eiga þessar Auðlindir okkar eða ekki...
Ranglega haft eftir Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg,
Það er ekkert flókið hver á Magma Energy. Móður félagið er skráð á markað í Kanada og allar upplýsingar um eignarhald og dótturfélög gætu ekki verið gagnsærri eða aðgengilegri.
Ef eitthvað er þá er upplýsingaskylda skráðra fyrirtækja í Kanada töluvert skilvirkari heldur en á skráðum íslenskum félögum, að maður tali hversu ógagnsætt eingarhald er á óskráðum íslenskum félögum eins og REY, Geysir Green Energy, og Hydrokraft Invest.
Árni (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 09:34
Rusl svar Árni. Þetta segir ekkert hver er á bakvið þessi fyrirtæki og raunverulegir eigendur. Það er ekki merkileg rök að segja að það sé jafnvel meiri upplýsingaskylda í Kananda en á Íslandi. Nú síðast í dag þurfti að kæra orkuveituna fyrir að gefa ekki upplýsingar um söluferlið til Magma á Íslandi. Þessir álfar eru með skítinn í skónum að fela eitthvað. Á bakvið þetta standa erledir auðhringir sem bakkaðir eru upp með auðmönnum Íslands. Þetta er ekki einu sinni spurning heldur auðrakin staðreind ef menn bara skoða Geisir Grín Energy málið um árið. Sjálfstæðismenn á bakvið megnið af þessu. Algerir skíthælar að selja landið sitt fyrir slikk. Enda er það þeirra arfleifð fyrir sögubækunar.
Hlífðu mér við svona formuðum svörum. Þú ættir að vara þig á því þangað til búið er að rannsaka ferlið.
Már (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 10:03
Sæll Árni, af hverju í ósköpunum er búið að vera svona mikill feluleikur með eigendurnar á þessu fyrirtæki ! Og hverjir eru eigendur þessa fyrirtækis ? Ég vil fá nöfnin !... Móðurfélag segir mér ekki nein nöfn... Félagið í Kanada og skúffan í Svíþjóð og eigendurnir hvaðan !!! Getur þú svarað mér þessu... Það er komið í ljós að þessi kaup stangast á við stjórnarskrá okkar ef ég er að skilja fyrri fréttir rétt og það er verið að fara með Auðlindir okkar eins og þær komi ekki okkur eigendum sínum Íslendingum ekki við... Svei og skömm segi ég bara. Það á að gera allt til að rifta þessu og það þarf að fara ofan í saumana á þessu segi ég. Forsætisráðherra með fullri virðingu fyrir því Embætti galaði manna hæðst áður en þessi kaup voru gerð opinber að auðlindir okkar ættu að vera 100% þjóðareign, en eftir að þetta varð uppljóst þá er 100% komið í 50%... Það er verið að brjóta á okkur af Ríkisstjórninni og það verður að koma henni frá númer eitt segi ég.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 10:10
Sæll Már og takk fyrir þetta innlegg, já Sjálfstæðismenn segir þú við mig Sjálfstæðismanneskjuna... Ég segi að þetta er ekki rétt stefna í Sjálsstæðisstefnunni að kippa því í burtu sem sér meðalannars til þess að við erum meira sjálfbærari í Sjálfstæði okkar. Þetta er merkilegur punktur sem þú kemur með hérna varðandi Orkuveituna og þessi vinnubrögð. Kannski eru menn búnir að sitja alltof lengi í sætum sínum á þessum bæjum og orðnir heimaríkir hundar sem telja sig eiga allt saman vegna langtímasetu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 10:23
Sæll Már,
Svívirðingar og dylgjur eru ekki uppbyggilegt innlegg inn í hvað þarf að vera grafalvarleg málefnaleg umræða. Og þó vænisýkisleg upphróp um alþjóðlega auðhringi hjálpi John Perkins að selja bækur þá hjálpar það ekki hérna heldur.
Sæl aftur Ingibjörg,
Upplýsingaskilda “public” fyrirtækja í kanda og skoðun þeirra af hendi opinberra aðila er á fáum stöðum ítarlegra en á Toronto markaðnum. Ef þig vantar að vita eitthvað um Magma Energy Corp eða aðal eigendur þess þá er það t.d. að finna á þessum síðum:
http://tmx.quotemedia.com/research.php?qm_symbol=MXY:CA
http://www.sedar.com/search/search_form_pc_en.htm
Einnig er áhugavert að skoða track-recod Ross Beaty, t.d. með Pan American Silver Corp
Það að Magma hafi notað Sænskt eingarhalds félögum um verkefnið er langt frá því að vera einstakt. Íslenskir og erlendir skattaráðgjafar hafa mælt með þeim kosti af skattalegum ástæðum í mörg ár.
Eins og Franz Árnason formaður samorku beindir á í ágætis grein í Fréttablaðinu í dag að þá gerir Orkuauðlind okkur Íslendingum ekkert gagn nema að hún sé virkjuð og ekki hafa fundist innlendir aðilar sem áhuga höfðu á HS orku. Ég mæli með að þú lýtir á þessa grein.
Hvaðan hefur þú að þessi kaup stangis á stjórnarskrá okkar? Ég hef heyrt hent í áróðurs skyni en ekki séð neina ábyggilega umfjöllum þess efnis. Auk þess er ekki verið að selja auðlind heldur verið að leigja nýtingaréttinn til aðila sem er tilbúinn að taka að sér þá áhættu sem fyglir að þróa hana til nýtingar. Ég gæti ekki verið meira sammála þér um þessa svo kölluðu ríkistjórn.
Árni (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 12:03
Takk fyrir málefnalegt innlegg Árni. Þetta hefur algerlega vantað í umræðuna sem er einhliða áróður illra upplýstra bloggara.
Linda (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 12:22
Sæll Árni ég ætla að kynna mér þessar síður sem þú bendir mér á og hafðu þökk fyrir það. Ég get ekki verið meira sammála henni Lindu hérna á það að annað sjónarhorn ert þú að gefa mér sem ég hef ekki hugleitt, en ég hef hvergi fengið að sjá það hvernig þetta skilar meira og hver verður gróði á ársgrundvelli... Það hefði mátt fara öðru vísi að, halda eftir því sem Bæjarfélagið þarf innan Bæjarfélagsins en leigja þessa ævintýramennsku og afkomu hennar þá fyrir utan skatta og gjöld sem rynnu þá til Bæjarfélagsins væntanlega líka, en þetta er mín hugsun, varðandi Stjórnarskrá þá hefur maður heyrt því fleygt eins og þú segir að þetta sé brot á henni og var ekki verið að skila 2 niðurstöðum varðandi þetta mál þar sem það er sett í vara að þetta gæti stangast á Stjórnarskrá okkar, þetta allt saman er alla vega búið að gera mér það núna að ég ætla að lesa Stjórnarskrá okkar vel og vandlega og velta þessu öllu fyrir mér, eins og segi í upphafi þá ertu að gefa mér allt annað sjónarhorn á þessu sem þarf ekki að vera svo slæmt og hafðu þökk fyrir þetta allt Kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 13:50
Sæl Linda ég get ekki verið meira sammála þér, hann Árni er að gefa mér allt annað sjónarhorn á þessu. En það vantar að vita hverjir eiga þetta fyrirtæki og ég ætla að kíkja á þessar síður sem hann er að benda mér á hérna... kem kannski inn aftur þegar ég er búin að skoða ef ég kemst í það strax.. en sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 13:56
Árni, ef þú átt eftir að kíkja hingað inn aftur þá er eitt sem er að plaga mig varðandi þetta Magma Energy mál og það er að ýmist er talað um sölu og svo annarsvega leigu... Var ekki verið leigja bara...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 19:30
Sæl Ingibjörg,
Venjan er að virkjunaraðilinn leigi nýtingarréttinn til x margra ára. Það á líka við í þessu tilfelli. Ég held að Magma borgi 2.5% af veltu ár hvert. Ef allt gengur upp hjá Magma og arður af veltu er 10% þá fær sveitarfélagið sem sagt 1/4 af öllum arði af verkefninu án nokkurar áhættu. Ekki slæmur díll
Arni (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 22:43
Sæll Árni og rétt hjá þér þegar þetta er sett svona upp og hafðu þökk fyrir að nenna að skýra þetta svona út fyrir mér. Af hverju var ekki hægt að útskýra þetta svona fyrir þjóðinni fer ég að hugsa núna úr því að það er engin áhætta sem að virðist vera eins og er búið að vera gefa í skyn... ég er ansi hrædd um að margir séu að misskilja þetta eitthvað en samt ekki því að það blikkar og blikkar enn hjá mér og bara þetta með tímann á þessu 65 ár með loforði um önnur 65 ár, er langur tími, eins þetta með hlutan sem Magma Energy er þá að eignast tímabundið allt að 99% með þessum leigurétti sínum er það þá umfram þann hlut sem Suðurnesjamenn eru að nýta sjálfir til eigin nota... Þú verður að fyrirgefa mér þetta spurningarflóð en það er mikilvægt að maður viti um það sem maður er að tala um úr því að maður blandaði sér nú út í þessa djúpulaug sem þetta mál er... Kveðja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.