Krefst þess að Félagsmálaráðherra segi af sér.

Allt þetta átti að vera upp á borði áður en þessi maður var ráðinn í þessa stöðu.

Hann Árni Páll Árnason segir að hann hafi ráðið þann sem hæfastur var metin eftir hæfnismat og vegna þessa orða hans þá á hann að segja af sér.

Það er komið fram að þetta VAR vinur Félagsmálaráðherra og vegna þessa stöðu sem er komin upp með Runólf þar sem það er gefið í skyn að hann hafi fengið kjör á skuldum sínum sem standa ekki hinum almenna borgara til boða þá krefst ég þess líka að allt þetta mál verði rannsakað og okkur almenningi verði sýnd þessi hæfnismöt sem umsækjendurnir voru látnir fara í. Það var ráðið út frá niðurstöðu hæfnismatsins í þessa stöðu segir maðurinn...

Það er líka komið fram að Árni Páll vissi sitt og hvað um fjármál Runólfs svo ekki getur hann verið að koma ofan af fjalli þar segi ég. Hann á að segja af sér tafarlaust...


mbl.is „Ég hef tekið tvær ákvarðanir í málinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir það með þér að ráðherrann eigi að segja af sér. Hvað er Jóhanna að hugsa? Ekki neitt kannski. Hún á að LÁTA manninn segja af sér ef hann ekki gerir það sjálfviljugur. Ekki vil ég dæma þennan Runólf, kannski var hann starfinu vaxinn en af hverju telst hann ekki almennur borgari? Af hverju fékk hann aðra fyrirgreiðslu en ég og þú? Hvað þarf maður að gera og/eða vera til að detta út úr almenna borgarapakkanum og fá leiðréttingu sinna mála?

assa (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 11:46

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég efa ekki assa að Runólfur hafi verið hæfur, og kannski enn frekar vegna þess að erfiðleika hefur hann gengið í gegnum ef ég er að skilja þennan fréttaflutning allan rétt, en jafnt á yfir alla að ganga varðandi hjálp og fyrirgreiðslur segi ég og hvernig öðruvísi fyrirgreiðslu hann fékk fram yfir aðra þarf að koma fram finnst mér núna. En þessi Félagsmálaráðherra á að segja tafarlaust af sér vegna þessa rugls liggur við að ég segi sem er búið að koma frá honum varðandi þetta mál.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband