Öll Ríkisstjórnin á að víkja...

Öll Ríkisstjórnin á að víkja vegna þess að hún laug að Landsmönnum til að koma sér til valda.

Laug svo hún spillingar-armurinn gæti klárað verk sitt sem er að Ræna Landinu og helst allri afkomu þess sem á að vera okkur til handa.

Vanhæf Ríkisstjórn sem snérist gegn öllu Fólkinu sínu vegna þess að Sjálfstæð er Þjóðin og það er orð sem Ríkisstjórnin þolir ekki...

Að verða vitni að svona barnaskap hjá fullorðnu fólki sem er komið í svona mikilvægastöðu sem Ríkisstjórnarstarf er, er sorglegt að sjá og fær mig til að hugsa það hvort Æðstaráð er eitthvað sem við Íslendingar ættum að hafa svo það sé hægt að setja kosna ráðamenn út vegna vanhæfi...


mbl.is Ekki kappsmál að vera ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl já við vitum að það er eitthvað stórkostlegt að stjórnkerfi okkar því það er spillt og varið af hörku sama hvað gert er á hluta almúgans engin látin svara ábyrgð og því vaða einstaklingar í stjórnunarstöðum ó hræddir yfir allt og alla stjórnaðir af mafíu sem er komin í kerfið!

Sigurður Haraldsson, 14.8.2010 kl. 09:43

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Sigurður, já núna er að breyta þessu segi ég... það er ljóst að okkur Íslendingum var ætlað að ganga í gengum þetta svo græðgina og spillinguna væri hægt að sjá um leið og það er okkar Íslendinga að vega það og meta hvort þetta er það sem við viljum búa við og þá afkomenda okkar væntanlega um ókomna tíð... Þér að segja þá hef ég setið í hóp og fyrirhugað er að funda með Alþjóð ef hægt er núna á fyrstu haustdögum og finna grunnþarfir á lífsskilyrðum sem við Íslendingar viljum búa við og stefna að... Rísum upp núna segi ég. Við erum Sjálfstæð og Fullvalda Þjóð, eigum gjöfugar Auðlindir til Lands og Sjávar og fyrir mér þá lítur þetta út eins og við meigum ekki hafa það gott og hvað þá Ágætt sem var besta einkunn í orðum sem hægt var að fá... Við erum Vitiborin og þurfum að hegða okkur samkvæmt því, að setja heila Þjóð út á gaddinn af eigin Ríkisstjórn er ekki vitiborið finnst mér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2010 kl. 10:24

3 identicon

Það skiftir ekki máli hver stjórnar að öllu óbreyttu fjórflokkurinn er og hefur aldrei haft þjóðina númer eitt heldur þrönga sérhagsmuni hverju sinni. Það á að fórna Gylfa til að reyna plata þjóðina að hann hafi verið ljóti karlinn. Gylfi segir væntanlega af sér og segir okkur að það sé hans ákvörðun ekki annara þó það sér gert vegna samkomulags sem gert var bak við tjöldin. Hann fær svo góða vinnu þegar um hægist jafnvel á betri launum t.d. ef hann fengi vinnu í skilanefnd á vegum banka þá væri hann kominn í góð mál.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 11:14

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Baldvin ég get EKKI verið sammála þér í því að það skiptir ekki MÁLI hver stjórnar... Ég held að þjóðin sé að sjá í gegnum þennan leik Samfylkingarinnar og VG vegna þess að hag Þjóðarinnar er hún ekki að hafa að leiðarljósi... Að Landsmenn verði settir út á gaddinn kaldan fyrir vini Ríkisstjórnarinnar á vera mikið mál og á ekki að líðast undir neinum kringumstæðum og getur aldrei verið réttlætanlegt... Hvað verður um Gylfa er algjörlega hans mál, en vegna þessa leiðar sem farin var þá á að fara ofan í saumana á þessu og það á að gera menn ábyrga fyrir þessu vegna þess að það er verið að setja þjóðina út á gaddinn af eigin Ríkisstjórn... Það á að kalla Landsdóm saman taka bókhald Landsbankans upp á borðið sem og Ríkissjóð og stokka fjármál okkar þjóðarinnar upp á nýtt. Taka allar óréttlátar skuldur út og réttlátar skuldir verður að endurskoða með getu þjóðarinnar í huga. Það vantar fjármálakerfi sem starfar fyrir okkur. Við Íslendingar höfum ekkert að gera með kerfi sem ætlar sér það að við vinnum fyrir það... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2010 kl. 11:53

5 identicon

Ég er sammála þér Ingibjörg en ef þú telur Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn vera betri eða veri kost en Vinstri Grænir og Samfylking til að stjórna landinu er ég ekki sammála því.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 12:06

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Baldvin, ég segi að núna eigum við að kjósa menn etir málefninu og menntun sem og reynslu en ekki úr hvaða flokkum menn koma. Hver gerði þetta eða hitt er ekki lengur hægt að líða að ráði för, við ætlum væntanlega að læra af þessu... Það sem að Þjóðinni er fyrir bestu á að ráða og okkar kannski að gera okkur meira grein fyrir því valdi sem við Íslendingar höfum í að ráða ef við viljum Sjálfstæð Fullvalda þjóð með Lýðræði í farateskinu... Það verður að gera Ríkistjórnina ábyrga fyrir því að þau málefni sem hún vinnur að séu þau málefni sem hún var kosin til, við Íslendingar eigum að virkja þetta miklu betur en við höfum kosið að gera hingað til, en það þarf svo oft eitthvað til til þess að við sjáum og þetta er eitt af því segi ég. Baldvin mér er mikið í mun að það sé komið fram við okkur Íslendinga eins og sæmir siðuðu fólki sem veit sín spor sjálft í hvaða átt það er og vill fara... enn ekki eins og ja ég fæ ekki einu sinni orð sem yrðu sæmandi hér svo ég segi ekki meir um það, en dettur í hug ýmislegt.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2010 kl. 13:08

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Náði Þessu Ingibjörg og þetta er mjög þarft því að meiri hluti okkar vill breytingu en ekki einhverjar tilfærslur milli flokkana og hrossakaup!

Sigurður Haraldsson, 14.8.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband