19.8.2010 | 09:51
Lán lán og aftur lán...
Að ætla sér að reka Þjóðarskútuna á lánum á lán ofan er ekki aðferðarfræði sem gengur upp vegna þess að einn góðan veðurdag þá verða lánaskuldirnar alltaf yfir vegna þess að þær vaxa...
Það þarf að stoppa alla þessa lána-vittleysu og byrja frá grunni að borga skuldir sem eru að sliga þjóðfélagið. Hvort sem það er skuldir Landsvirkjunar eða annara fyrirtækja þá er eitt alveg á hreinu og það er að þú borgar þig ekki út úr skuldum með meir skuldum....
Íslendingar það þarf að vinna innan frá núna og rétta þessa stöðu við. Það er ekki hægt að við lesum það svo næst að OR Reykvíkinga sé komin í hendur á Kínverjum sem vilja Bitruvirkjun og Guð má vita hvað fleira... Það vita allir að Þjóðin er búin að segja orð sitt með þennan Icesave óreiðureikning sem er ekki Þjóðarinnar að borga og þjóðin öll sömul sammála því fyrir utan nokkrar hræður sem finna sig svo seka í þessum reikning að borga hann vilja þau og er Fjármálaráðherra Íslendinga fremstur þar í sæti...
Við skulum minnast þess að fjármálaráðherra skrifaði undir til greiðslu á þessa óreiðuskuld án þess að hafa samþykki Alþingis fyrir því og hvað þá að hafa lesið það sem hann var að lofa að greiða... Vegna þeirra stöðu sem er uppi þar, þá segi ég að það verður að koma þessari Ríkistjórn frá ef að Íslendingar ætla sér að fara með þetta Icesave mál dómstólaleiðina sem á að gera...
Lokað á lán vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.