Veruleika-fyrrtur maður segi ég...

Maður verður bara hálf orðlaus yfir þessu bulli sem er að koma út úr Björgúlfi Thor Björgúlfsyni í þessari frétt sem og á þessari síðu hans...

Að hann skuli vera svo veruleika-fyrrtur að hann sjá ekki afleiðingar gjörða sinna eins og flestir aðrir Landsmenn sjá og það er SVIÐIN JÖRÐ skilin eftir í sárum og með allar hirslur tómar eftir viðkomandi sem og vini hans er leiðinlegt að sjá.

Að horfa upp á einstakling sem á að heita fullorðin vegna aldurs kenna öllum öðrum um er sorglegt að sjá og segir okkur öllum hversu sekur hann er.

Þessi hugsanaháttur... Aumingja ég, ég á svo bágt og það eru allir svo vondir við mig þó svo að hann hafi átt þátt í því að tæma allar hirslur úr Bankanum sínum og skilja hann eftir tóman á fé og fullan af skuldum, stinga svo af getur aldrei verið réttlætanlegt á einn eða neinn hátt fyrir mér.

Það sem mér finnst sorglegast fyrir okkur Þjóðina að horfa á er að þetta er greinilega vinur Fjármálaráðherra vegna þess að lán er hann enn þá að veita þessum manni með Ríkissábyrgð sem segir okkur hvað... Jú það verður okkar skattgreiðenda að borga...

Það á að taka þennan mann út úr Íslensku efnahagslífi hann er einn af þeim sem setti þjóðina í þá stöðu sem við erum í dag og það er ekkert sem réttlætir áframhald þessa manns á Íslenskri grund í viðskiptum segi ég vegna þessa veruleika-fyrringu sem þessi maður er haldin á því að hann gerði ekki neitt og það eru allir svo vondir við hann....

Bókhald Landsbankans þessi ár sem hann var í eigu þessara manna finnst mér sárlega vanta upp á borð fyrir þjóðina svo hún Þjóðin sjálf geti sagt sér til um sakleysi eða sekt þessa manns sem og fyrrverandi eigendur Landsbankans. Það er ekki hægt að líða að þessi maður komi með svona blammeringar á Forseta vor nema sannleikur sé...


mbl.is Hringdi ekki til Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sæl Ingibjörg Guðrún - Góður pistill hjá þér að vanda - takk fyrir hann.

Ég vil aðeins smyrja á - "veruleika - fyrtur" - STÓR lygari - Björgólfur Thor - sem ætti að grjót halda sér saman - en borga Æsseif skuldina og einnig ljúka greiðslum fyrir Landsbankann................

Benedikta E, 20.8.2010 kl. 12:03

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Benedikta, ég nota þetta orð veruleikafyrrtur vegna þess að það segir svo margt, meðal annars það að menn gera ekki greinarmun á réttu og röngu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.8.2010 kl. 12:11

3 identicon

Það má vel vera að hann sé veruleikafyrtur.....enn það var nú líka töluverður hluti íslensku þjóðarinnar í mörg ár. Og margir landsmenn eru EKKERT betri enn sjálfir útrásarkallarnir. Og margir gerðu nákvæmlega það sama og þessir kallar...bara í minna mæli. Ég þekki ekki manninn og hef ekkert með hann að gera....og það getur vel verið að hann sé sekur og rúmlega það....enn það eru fleiri...og ég er ekki að tala um útrásarspreðlana eina og sér.

EJ (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 12:19

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

EJ... munurinn þarna er sá að þjóðinni var ekkert sagt og á meðan svo er að öllu sé haldið leyndu þá er ekki hægt að segja að Þjóðin sé veruleikafyrrt heldur kannski grandalaus á að þetta hefði verið að gerast á bak við tjöldin, en maður sem framkvæmir meðvitað brot sitt og finnst það allt í lagi er veruleikafyrrtur maður segi ég...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.8.2010 kl. 12:39

5 identicon

Hvað með allt fólkið sem tók lán á erlendu mynti? Það gat alveg eins vitað af afleiðingunum og Björgólfur. Það er alveg eins mikið "útrásarvíkingur", til að mynda þá gæti það verið að leggja landið aftur á hausinn eftir þetta dómsmál.

Siggi (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:06

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Siggi, varðandi þessi lán þá verður að horfa til þess að "Ríkisstjórnir" leyfi ég mér að segja eru búnar að vita af þessu ólöglega lánaformi sem er mjög alvaralegt segi ég og spurning hvort það gefi ekki Íslensku Þjóðinni það í hendurnar að geta kastað öllu þessu bóludæmi (ekkert annað en Bóla) út á hafsauga og byrjað á nýrri byrjun með nýja fjármálastefnu sem verður stefna fyrir fólkið. Bankarnir eiga að vinna fyrir fólkið en ekki fólkið fyrir bankana...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.8.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband