Ríkisstjórnin sem þolir ekki Sjálfstæða Þjóð sína..

Þessi orð... Við nálgumst ríkisfjármálin með varfærnum hætti og tökum ALDREI neitt út fyrirfram er bull og vittleysa segi ég. Þetta er Ríkisstjórn sem skrifaði undir þvílíka skuldarreikning okkur til greiðslu á óreiðuskuld sem heitir Icesave án þess að lesa áður það sem var verið að kvitta fyrir. Við vitum öll hvar þetta Icesave mál stendur í dag.

Þessi Ríkisstjórn er búin að setja almenning í fátækrastöðu og vill helst eftir aðgerðum hennar að dæma að engin Landsmaður geti átt eitt eða neitt vegna þess að skrefið hjá þessari Ríkisstjórn núna er að sjá til þess að þeir Landsmenn sem enn eiga eignir missi þær og eigendur fari á þessa fátækralínu sem Ríkisstjórnin vill að allir Íslendingar verði á...

Svei og skömm segi ég einu sinni en til þessa Ríkisstjórnar sem lét kjósa sig til valda með sviknum loforðum eins og að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna sem og að tryggja það að það verði ekki okkar Þjóðarinnar að borga óreiðureikninga annara eins og Icesave... Vanhæf Ríkisstjórn sem á að hafa vitið fyrir sjálfri sér og koma sér frá tafarlaust áður en hún verður hrakin í burtu með mótmælum og látum...

Við erum Sjálfstæð Þjóð og það hefur hvarlað að mér hvort þessi Ríkisstjórn sé svo skemmd af hatri á þessu orði Sjálfstæð að hún setur þjóð sína út á gaddinn... Við erum líka Fullvaldaríki með Lýðræði sem þýðir að Ríkisstjórn sú sem er við völd ber að hlusta og fara eftir rödd Þjóðarinnar...


mbl.is Enn þarf að brúa stóra gjá í ríkisfjármálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

sæl Ingibjörg.

það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur verið þolinmótt við þessa ríkisstjórn því hún hefur ekkert gjört annað en að níðast á þegnum landsins og fólkið sem styður þessa stjórn er blint það vita flestir að svona stjórn er níðingsstjórn gagnvart réttlæti almennings alt sem hún lofaði fyrir kosningar hefur hún svikið. Ef við stelum brauði er okkur stungið inn og greiðum sekt ,En Stelum við banka þá er klappað á bak okkar mikið eru þið sniðug, Við látum lýðinn borga þetta og þið munuð fá frið til að fela það sem fela þarf því við erum velferðarstjórn allra tíma. ( MEÐ KVEÐJU JÓHANNA OG STEINGRÍMUR)

Jón Sveinsson, 21.8.2010 kl. 10:07

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem skrifaði undir fyrsta Icesave samninginn?

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón satt segir þú með þolinmæði fólks sem virðist loks vera á enda að komast, Þruma, Sleggja, Hvellur og Hamar þá er ég komin með hundleið á þessu endalausa væli þessi gerði þetta og þessi hinn og þess vegna er allt í lagi að næsti gerir bara ennþá verra... Hverskonar hugsanaháttur er þetta. Það er staðan í dag sem málið fjallar um ekki hver gerði þetta fyrir svona mörgum árum eða svona... Það er heil Sjálfstæð þjóð sem er að sæta hvílíku óréttlæti og missa allt sitt af Ríkisstjórninni sem ég segi að sé á sviknum forsendum við völd og á að koma sér frá tafarlaust... Hvenær hefur það komið fram að fyrrverandi ríkisstjórn hafi skrifað undir Icesave samning... Það var gefið loforð. Það þarf Alþingi til að samþykkja þennan samning og það var ekki gert í tíð síðustu Ríkisstjórnar ef ég man rétt, nema það hafi algjörlega farið framhjá mér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.8.2010 kl. 21:43

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég nefndi þetta vegna þess að fyrirtögnin og innihaldið í bloggfærslunni gefur til kinna að þetta Icesave er bara eitthvað gæluverkefni VG og XS. Sem  er ekki rétt.

En ég held að ég sé bara á því að sleppa að borga Icesave. En er hræddur við dómstólana. Ef við töpum málinu þá erum við ekki í neinni samningstöðu.... borgum bara það sem dómarinn segir. 

Sleggjan og Hvellurinn, 23.8.2010 kl. 00:16

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þruma Sleggja Hvellur og Hamar, ef við skoðum þetta Icesave ferli ofan í kjöl frá því að núverandi Ríkisstjórn hóf sína kosningarbaráttu og hugsum um þetta kosningaloforð þetta er ekki þjóðarinnar að borga þennan óreiðureikning.. Þá á sama tíma er þessi verðandi Ríkisstjórn á þeim tíma, að gefa loforð á bak við tjöldin um fulla greiðslu Bretum og Hollendingum til á þessum Icesave reikningi. Þessi vinnubrög sem Ríkisstjórnin er að nota er ekki hægt að líða lengur vegna þess að þau eru endalaust að koma okkur í klípu vegna óvandaðra vinnubragða og fljótfærni í vinnubrögðum... Mér persónulega þegar ég lít yfir farin veg í þessu Icesave máli finnst að við Íslendingar höfum ekkert til að skammast okkar fyrir og við höfum rétt fram sáttarhönd á því sem við getum en það er búið að slá á hana af Bretum og Hollendingum. Það er ekki hægt að krefjast einhvers af einhverjum sem ekki getur eða hefur ekki bolmagn til. Það er hræðilegt þetta sem gerðist en það voru einstaklingar sem ollu því og þeir hafa nöfn og það á að sækja þetta til þeirra. Ekki okkar Íslensku skattgreiðenda sem höfum ekkert gert af okkur en erum sett á gaddinn... Ef að það dæmist okkur í óhag í þessu mál sem ég er ekki að sjá, þá tökum við á því þegar að því kemur, við látum ekki orðin hugsanlega eða kannski stoppa það að við sækjum rétt okkar í þessu máli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband