22.8.2010 | 21:24
Ábyrgðar mikið hlutverk að vera Prestur...
Hvers vegna fólk fer til Prests og fær lánað eyra sem og dómgreind þá á sú heimsókn sér margar ástæður.
Þegar að maður treystir öðrum fyrir vanda sínum þá er maður um leið að gefa viðkomandi aðila leyfi til lausnar á hjálp fyrir mann hvort sem hún fellst í því að maður eigi að fara oftar með bænir sínar, gera bót á vandanum, nú eða ráð gefin, eða viðkomandi gerir manni grein fyrir því að lengra þarf tiltekna mál að fara þá er aðalmálið það að þegar farið er til Prests með vanda þar sem ofbeldi, kúgun eða kynferðismisnotkun er að eiga sér stað þá finnst mér að Prestum beri skylda til að tilkynna slíkt áfram til réttra aðila sem og að gera viðkomandi grein fyrir því. Það er ástæða fyrir því að fólk leitar til Prests með vanda sinn og manneskja hvort sem hún er ung eða gömul fær alltaf sitt högg á sálina sína sem lendir í svona erfiðleikum, sem gerir það að dómgreind hennar getur ekki tekið rétta ákvörðun í hvað á og hvað á ekki á meðan stendur.
Fyrir mér að fara til Kirkju þá er það þessi heilagleiki friðar og ljóss sem kirkjan færir mér í nálgun minni við Guð.
Við Íslendingar erum flest okkar alin upp við boðorðin 10 frá blautu barnsbeini sem kenna okkur muninn á hvað er rétt og hvað er rangt, sem og hvað má og hvað ekki. Þegar um manneskju sem er ekki orðin lögráða er að ræða og hún leitar sér hjálpar vegna svona vanda þá á Prestur að grípa inn í vegna þess að viðkomandi telst barn. Eins og Séra Svavar Alfreð segir þá er það sálarheill viðkomanda sem ber að hafa í fyrirrúmi.
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.