23.8.2010 | 08:52
Ekkert ESB...
Þessi Ríkisstjórn kom sér til valda á röngum forsendum til að geta klárað að ræna þjóðina, hvað annað er hún að gera...
Hlustar ekki á LAUNAGREIÐANDA sinn okkur. Gerir vel við sjálfa sig en sveltir og hunsar þá sem að réðu hana til starfa og greiða henni launun sín. Þessi Ríkisstjórn þurfti að gefa loforð um að við Þjóðin fengjum 2. Þjóðaratkvæðagreiðslur varðandi vilja okkar um þetta ESB samfélag til að Alþingi samþykkti að fara í VIÐRÆÐUR...
Þessi Ríkisstjórn steig fram og sagði því miður ekki til peningur þegar að fyrri atkvæðagreiðslunni kom. Á Sama tíma þá er til peningur til að hækka dag og ferðarpeninga til þeirra sjálfra það er Ríkisstjórnarinnar...
Þessi Ríkisstjórn er til skammar fyrir Íslendinga og á að koma sér frá tafarlaust. Það á að draga þessa "Aðildarumsókn" tafarlaust til baka vegna þess að Ríkisstjórnin laug að okkur til að koma sínu fram í þessari ESB löngun sinni og er það það eina sem að partur af Ríkisstjórninni lofaði í kosningarloforðum sínum sem að staðið hefur verið við á sama tíma og þjóðin er sett á gaddinn vegna hinna loforðana sem gefin voru og svikin....
Ekkert ESB segi ég. Þetta er landið okkar fagra Ísland og við þjóðin og það eiga að vera við Íslendingar sem segjum til um hvað á og hvað ekki til Ríkisstjórnarinnar. 70% þjóðarinnar vill ekki í þetta samfélag ESB og það á að virða...
ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Niðurstöður skoðanakannana þessa dagana benda til þess að meirihluti sé andvígur inngöngu í ESB. Fyrir rúmu ári síðan var það í hina áttina. Fólkið í landinu er núna að hlaupa undan hræðsluáróðri ESB-andstæðinga sem heimta að umsókn verði dregin til baka. Við hvað eru ESB andstæðingar hræddir? Eru þeir kannski hræddir við að fyrirliggjandi samningur sem viðræður skila verði það hagstæður Íslendingum að þeir muni samþykkja hann?
Ég hef ekki mótað mér skoðun um hvort okkur Íslendingum sé betur borgið innan eða utan ESB enda hef ég ekki forsendur til að taka ákvörðun um slíkt með ekkert í höndunum nema áróður í báðar áttir. Úr því að viðræður eru að hefjast vil ég klára það mál og taka svo ákvörðun út frá því hvað er í boði. Annað er óskynsamlegt.
Guðmundur (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 09:54
Nei, við erum hræddir um að samningurinn verði jafn lélegur og við óttumst og að milljörðum sé sóað í eitthvað rugl.
Jóhannes H. Laxdal, 23.8.2010 kl. 10:15
Algerlega sammála greinarhöfundi.
Nú væri heiðarlegast og best fyrir þjóðina að hún fengi beint og milliliðalaust í almennri þjóðaratkvæðagreiðslu að segja álit sitt á því hvort að halda eigi þessu samninga- og aðlögunarferli við ESB áfram, eða hætta því.
Þannig virkar lýðræðið best.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 10:28
Sæll Guðmundur, það hefur ekki verið og er ekki samstaða með þessari aðildarumsókn í ESB. Að bíða og sjá hvað verður í boði er plat því það verður ekkert til að sína. Hvað er það sem að þið ESB sinnar haldið... að okkur verði sýndur einhver samningur.! Þegar að það verður tilbúið þá er búið að keyra þjóðina inn í ESB starfsreglur og að halda það að þjóðin fái svo að segja sitt orð er ekki rétt... Þá kemur sjálfsagt þessi setning ekki til peningur til að snúa við... Að það skuli ekki vera hægt að tala við Íslendinga eins og fólk er alveg óskiljanlegt fyrir mér, allur þessi feluleikur og lygar sem eru í gangi er ekki hægt að líða vegna þess að ef að þetta væri það sem að þjóðinni langaði til þá væri ekki þessi staða sem er uppi með þetta ESB. Það var logið að þjóðinni til að fá þessa aðildarviðræður samþykktar sem eru svo engar viðræður þegar uppi er staðið... Mér finnst þið ESB sinnar skauta ansi skringilega með þessum áróðri að meiri hluti þjóðarinnar sé hræddur... Meiri hluti Þjóðarinnar vill ekki inn svo ég spyr á móti við hvað eru þið ESB sinnar hræddir... fyrir mér þá er óskynsamlegt að halda þessu ferli áfram eins og staðan er í dag. Þess vegna segi ég að það á að draga þessa umsókn til baka...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2010 kl. 11:43
Jóhannes akkúrat. Það sem ég er ekki að skilja er að þetta eigi að vera svo gott og við að græða svo mikið á því að fara í ESB en hvað... Það þarf að semja um allt á þeirri forsendu að ekkert verður jafn mikið okkar eins og er í dag ef af verður... Hverslags gróði er það spyr ég... annars alveg sammála þér með þetta peningabruðl og eins og staðan er hjá okkur í dag þá höfum við fullt annað brýnna að gera við þá en að henda þeim í þetta ESB plat Samfylkingarinnar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2010 kl. 11:49
Gunnlaugur, þetta fagra nafn (á son sem ber það) ég er algjörlega sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.8.2010 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.