27.8.2010 | 09:08
Í samræmi við gildandi lög...!
Hvernig þetta mál er orðið og hvert það er að fara er alveg að verða óskiljanlegt, það er talað um að þessi rannsóknarnefnd sé jafnvel umboðslaus, og þá spyr maður sig hver skipaði þessa nefnd... Ríkisstjórnin skipaði þessa nefnd væntanlega svo hvernig getur hún þá verið umboðslaus segi ég...
Ekki er efi til í huga Geysis Green Energy um að þessi viðskipti séu í samræmi við núgildandi lög og það er eflaust rétt hjá þeim, en það sem ég velti fyrir mér er hvort þessi núgildandi lög stangist á við 21.gr. í Stjórnarskrá okkar sem hljóðar svo...
Forseti Lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á Landi eða Landhelgi eða er þeir horfa til breytinga á stjórnahögum ríkissins, nema samþykki Alþingis komi til.
Afkoma þessa Auðlinda sem hér um ræðir hlítur að hafa haft mikil áhrif á tekjur til Ríkis og Sveitafélaga, og spurning hvort þessi sala frá HS orku til Magma Energy sé lögleg vegna þess að hún felur í sér afsal...
Það er eitt annað sem ég er að velta fyrir mér, það sú staða sem gæti hafa orðið ef að Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefði ekki keypt Landið sjálft sem að þessi Auðlind stendur á sem afnotarétturinn var seldur af út á Reykjanesi...
Hefði HS orka geta selt það með vegna núgildandi laga...
Umboðslaus rannsóknarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.