Á mannamáli...

Það er verið að tala um peninga þeirra Landsmanna sem hafa greitt í þessa svo kallaða lífeyrissjóði sem gefur þá þar afleiðandi auga leið að þetta eru peningar þeirra.

Var haft samband við þá um þessa fjárfestingu...

Væri ekki nær að allir þessir sjóðir verði gerðir upp og greiddur út til eiganda sinna sem gætu þá ákveðið sjálfir að nota féeign sína til bjargar heimili sínu til dæmis...

Einn nýr Lífeyrissjóður verði stofnaður og eign manna sett við kennitölu sem hefði það hlutverk að jafnt skal yfir alla ganga. Eign manna fer eftir dugnaði þeirra svo sumir munu alltaf eiga meira en aðrir. Það má jafnvel endurvekja Sparimerkja söfnun aftur og gera hana virka frá fyrsta skólaári barns og þá um leið vakin áhugi barnsins á þessum sparnaði. Hafa 5. krónu sparimerki 10, og jafnvel 50 króna líka. Þennan Sparnað á svo að tengja saman við fasteignakaup einstaklingsins síðar meir og jafnvel spurning hvort það ætti ekki að vera hlutverk Lífeyrissjóða að sjá um hjálpina til fólksins á því að geta eignast þak yfir höfuð sitt og sinna til dæmis...

Það að það sé hægt að nota fé og ávöxtun þeirra Landsmanna sem hafa lagt til hliðar með vinnu sinni í að "kaupa" þessi verðlausu fyrirtæki til þess eins að fegra stöðu Landsbankans er ekki hægt að líða ef rétt reynist... Það væri nær að setja þessa upphæð í að bjarga heimilunum og þeim fyrirtækjum sem skila verðmætum í þjóðarbúið.

 


mbl.is Ósátt við fjárfestingar sjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband