Allt fyrir ESB segi ég...

Þessar fækkanir á Embættum sem og tilfærslur eru eingöngu til að falla betur að reglugerð ESB segi ég.

Innanríkisráðuneytið nýja tekur til starfa sem og Utanríkisráðuneytið í öðrum búningi og allar framkvæmdir sem og ákvarðanir sem við Íslendingar munum vilja gera eða taka, verður ekki lengur svo auðvelt fyrir okkur að koma í framkvæmd vegna þess að Innanríkisráðuneytið mun ekki geta gert neitt nema með leyfi frá Utanríkisráðuneytinu sem þarf að sækja leyfið til Höfuðstöðvar ESB...

Það er ekki verið að spara með þessu eða hvað þá að þessi framkvæmd sé til að auka hag okkar fólksins eða Þjóðarbúsins eins og þessi Ríkisstjórn ætti að vera að vinna að. Hún Ríkisstjórnin var kosin til þess.

Ríkisstjórnin í heild sinni á að fara frá með skömm. Skömm vegna þessa miklu kosningasvika sem hún lét kjósa sig til valda fyrir eins og að bjarga heimilum og fyrirtækjum sem og að tryggja að óreiðuskuldir þessa Icesave reiknings verði ekki okkar að greiða þá laug Ríkisstjórnin líka að Alþingi og þjóðinni með þessa aðildarumsókn sína í ESB. Eins og að fara í kaffiboð til frænku og ræða málin líkti Össur Skarphéðinsson þessum ESB aðildarviðræðum við, það er eins og Ríkisstjórnin þori ekki að segja okkur þjóðinni hvernig þetta er í raun og veru.

Allt fyrir ESB frekar en að rétta Land og Þjóð við, svei og skömm segi ég einu sinni en.


mbl.is Gylfi og Ragna hætta í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgi Ármannsson

tad er vit i tvi sem tu segir tvi midur

Sigurður Helgi Ármannsson, 31.8.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já því miður fyrir okkur Íslendinga Sigurður er akkúrat rétta orðið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.9.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband