Íslendingar eiga að fá skaðabætur...

Það á ekki um neitt annað að ræða í þessum viðræðum en skaðabætur til Íslensku þjóðarinnar.

Þar sem það hefur ekki verið hægt að gera eitt eða neitt hérna á Landi vegna þess að við erum með Ríkisstjórn sem er búin að gefa loforð fyrir fullri greiðslu á þessum óreiðureikning með ágætis bónusgreiðslu í ofaníálag, sem Ríkisstjórninni finnst sjálfsagt að greiða fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar til Breta og Hollendinga án þess að hafa umboð frá þjóðinni, þá verður þessi Ríkisstjórn að víkja svo það verði hægt að sækja þetta mál af réttlæti til Dómsstóla fyrir hönd okkar Íslendinga. Það liggur ljóst fyrir að okkur Íslenskum skattgreiðendum ber engin lagaleg skylda til að greiða Icesave og hvað þá að við greiðum það "af því bara" eða þá að vegna þess að heimurinn er ekki alltaf réttlátur eins og Fjármálaráðherra lét út úr sér...

Íslenska Þjóðin er búin að segja sitt orð um þennan óreiðureikning Icesave svo UMBOÐSLAUS er þessi samninganefnd til samninga.

Höldum vöku okkar þetta er okkar hagur. Ekkert Icesave eða ESB segi ég.


mbl.is Íslendingar greiði vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 3.9.2010 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband