Svikarar eða gungur...

Sorglegt finnst mér að lesa þessi orð hennar Jóhönnu að yfirgnæfandi líkur séu á að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi Utanríkisráðherra Íslendinga verði sýknuð....

Það er sorglegt að Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra skuli ekki gera sér grein fyrir því að verri stöðu er hún og hennar Ríkisstjórn í vegna framferði þeirra í Icesave gagnvart okkur Þjóð sinni...

Að við tölum ekki um ESB aðildarviðræður sem áttu bara að vera viðræður en voru aldrei viðræður einfaldlega vegna þess að ESB er ekki lengur með viðræður við þjóðir heldur fara þær Þjóðir sem þangað langar inn beint í  aðildarferli...

Það að við Íslendingar skulum vera með svona mikla svikara við stjórnvöld er ekki hægt að láta viðgangast lengur...

Svikarar segi ég vegna þess að GUNGUR eru þau ekki, svikari lýgur til þess að ná sínu fram. Gunga er sá eða sú sem þorir ekki.... 

Svei og skömm segi ég til þessara Ríkisstjórnar og segi ég henni upp hér með frá þessum degi. Skömm og svei í veganesti sitt fær hún með sér frá mér...


mbl.is Gagnrýnir málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hún gerir þá kröfu að Ingibjörg verði sýknuð.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.9.2010 kl. 18:46

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ólafur þetta er alveg ótrúlegt. Það er óskandi að þessi Ríkisstjórn sé búin að skjóta sjálfa sig í báðar fætur núna og fari með skömm. Alþingi verður að krefjast þess að Ríkisstjórnin víkji tafarlaust vegna þess að það er ekki verið að huga að okkar hag... Það ríkjir algjör ringulreið á Alþingi og allt í upplausn vegna þess að kannski hefði verið betra fyrir konu greyið hana Jóhönnu Sigurðardóttir að huga að því hvert upphafið hennar leiddi í endan...

'Ég vil að það komi ný stefna þar sem að við Íslendingar verðum höfð í fyrirrúmi í velferð og hag. Ný fjármálastefna verði tekin og nýtt Bankakerfi sett inn sem er og verður fyrir okkur Íslendinga... Þó að við séum ekki nema rúmlega 300,000 manns þá erum við ekki svo fá að við getum ekki rekið okkur sjálf. Það er spillt kerfi sem er verið að nota og við fáum ekki einu sinni að ráða í hvað okkar eigin peningar sem við leggjum til Ríkissjóðs eru að fara... Það er þetta orð peningar sem er farið að stjórna öllu og það vil ég í burtu. Þeir eru vissulega nauðsynlegir en vaxa ekki á trjánum eins og margir halda heldur eru tengdir við vinnustundir.... og það þarf að virða betur og fræða almenning um....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.9.2010 kl. 21:26

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ingibjörg ég er þér hjartanlega samála og um leið skil ég ekki hvers vegna þau eru þarna ennþá við stjórnvölinn!

Sigurður Haraldsson, 20.9.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Nei Sigurður ég er ekki heldur að skilja það... Það veldur mér ugg vegna þess að Alþingi ætti fyrir löngu að vera búið að stoppa þessa Ríkisstjórn þó ekki væri nema fyrir vinnubrögð hennar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 21.9.2010 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband