Ríkisstjórnin rúin trausti...

Ég segi að Ríkisstjórnin sé endanlega búin að missa allt sitt traust...

Það er að verða komið vel á annað ár frá því að hún tók til starfa og hvernig er staðan í dag...

Vægast sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga segi ég vegna þess að það er að koma í ljós það sem að maður óttaðist mest og það er HVERNIG  núverandi Ríkisstjórn er ekki síður minna flækt í þessa fjármálaóreiðu sem er búin að vera í gangi frekar en fyrrverandi Ráðherrar...

Skelfileg líka vegna þess að það er ekkert búið að ávinnast í uppgangi á atvinnulífinu sem kemur hagkerfinu í gang, ekkert búið að gera til að bjarga heimilunum  og fyrirtækjum eins og lofað var...Ekki verið að tryggja að óreiðuskuldin Icesave verði ekki okkar að greiða eins og lofað var...

Svo skelfileg varð staða þessara Ríkisstjórnar um leið og hún ákvað að fórna okkur Íslendingum fyrir fjármálageiran segi ég og setti okkur í þessa erfiðu fjárhagsstöðu sem við erum í núna. Við skulum athuga það að Ríkisstjórn Jóhönnu tekst að setja Íslendinga í ævarandi skuldarfangelsi ef nær að ganga...

Nei þá er betra að við hin rísum upp og snúum þessari þróun við. 

Við skulum athuga það að allt fjármálakerfið er meira og minna sýkt af ólöglegum gjörningum sem er búið að gera það að allt er farið uppfyrir sem heitir í lagi og skynsamlegt okkur til, það er allt búið að snúast um að bankarnir geti gengið og rúllað...

Til að Bankarnir geti rúllað þá þarf vinnandi fólkið til og peninga þess....

Með hliðsjón á því þá eigum við að snúa þessu við okkur í hag...

Ég vona að fréttir morgundagsins verði þær að Ríkisstjórnin sé fallin........


mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband