Ljót aðför Ríkisstjórnar...

Ég fer ekki ofan af því að Ríkisstjórn Íslendinga sem á að hugsa um velferð og hag Þjóðar sinnar hafi brugðist í einu og öllu gagnvart uppbyggingu í þessum bæ sem og öðrum...

Reykjanesbær er sá bær sem að verst hefur orðið úti í aðför Ríkisstjórnarinnar segi ég vegna þess að Reykjanesbær hefur alltaf verið duglegur og sjálfbær bær vegna dugnaðar og Sjálfstæði heimamanna...

Þegar litið er yfir farin veg og skoðuð eru samskipti Ríkisstjórnarinnar við Reykjanesbæ þá er ekki hægt annað en að fyllast skelfingu yfir þessari aðför sem Ríkisstjórnin er búin að gera þessum bæ. Hún er búin að blása hvert atvinnutækifærið á fætur öðru út að kortinu sem að þessi bær var með í býgerð og hvað gerist þegar að undirstöður fara...

Jú annað hvort rísa menn í lappirnar og mótmæla þessari aðför sem gerð var og er að gerast, eða sætta sig við það að ásettningur Ríkisstjórnarinnar sé að búa til fullt af ósjálfbjarga einstaklingum sem á spena hennar þurfa að halda...

Óskandi er fyrir Reykjanesbæ að þeir allir sem einn mótmæli þessari aðför Ríkisstjórnarinnar sem er búin að setja Reykjanesbæ í þessa erfiðu stöðu og engin annar...

 


mbl.is Óskað eftir tillögum um niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband