Ganga í ESB fyrir ESB....

Það er nefnilega akkúrat þessi punktur sem fær mig til að vilja ekki í ESB það er alltof mikið sem ESB græðir á okkar kostnað....

Mér er alveg sama hvað hver segir um DÝRKUN SÍNA á ESB þá yrði innganga Íslendinga í ESB aldrei annað en fórn fyrir ÍSLENDINGA...

Það er verið að breyta öllu stjórnkerfi okkar nú þegar fyrir ESB og við erum ekki einu sinni búin að fá að segja hvort þetta er það sem við viljum... Það er verið að smækka allt í sniðum vegna þess að við erum ekki nema rúmlega 318,000 manns, og innan ESB þá þurfa rúmlega 318,000 manns ekki stærra form...

Það eru fórnir fyrir Íslendinga í öllu sem þarf að semja um og nægir að horfa til Sjávar-Auðlinda okkar sem og aðrar Auðlindir vatn og orku til dæmis...

Mér finnst þetta stór orð sem hún Eva Joly segir, að það séu mikil verðmæti í því fólkin FYRIR ESB að Ísland gangi í ESB...

Þó svo að við séum nú þegar með svona og svona mikið af reglugerðum þeirra hérna hjá okkur þá segir ekkert að við verðum að ganga í ESB.... Að ganga ekki í ESB gefur okkur til dæmis þann möguleika að við sjálf getum breytt reglugerð hjá okkur ef hagur eða aðstæður kalla...

Hversu miklar líkur það eru á að Íslendingar fórni sínu og gangi í ESB fyrir ESB tel ég ekki miklar...

Ekkert ESB segi ég vegna þess að ég tel hag okkar miklu betur borgið fyrir utan ESB sambandið vegna þess að það er ekkert nema fórn og afsal fyrir okkur Íslendinga að ganga í þetta samband...


mbl.is Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Heyr,heyr.

Helga Kristjánsdóttir, 18.10.2010 kl. 03:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband