12.11.2010 | 01:52
Ríkisstjórnin vanhæf...
Ríkisstjórni er vanhæf til að taka á þessum mikla vanda sem er komin upp vegna þess að hún ákvað að gefa bönkunum þann afslátt sem til var fyrir heimilin...
Bara það að Ríkisstjórnin skuli ekki hafa gengið þannig frá hlutunum að sá afsláttur sem gefin var á húsnæðislánin þegar þau fóru í hendur nýju bankana skilaði sér beint þangað sem hann átti að fara segir allt sem segja þarf í þessu máli.
Það var aldrei ætlun Ríkisstjórnarinnar að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna frekar en að það hafi verið ætlun hennar að tryggja það að óreiðuskuldir annarra eins og Icesave yrði ekki okkar að borga...
Og svo þessar fréttir sem komu fram í dag á Alþingi, þar sem það kom fram að Jóni Bjarnasyni hefði verið hótað uppsögn úr Ríkisstjórn ef hann greiddi ekki rétt með ESB umsókninni....
Ég segi bara núna hvar er Forsetinn okkar...
Finnst honum þessi framkoma Ríkisstjórnarinnar og svik hennar við okkur Íslendinga allt í lagi...
Hann á að kalla saman neyðarstjórn tafarlaust og kalla eftir rannsókn á forsendu þessara gjörða Ríkisstjórnar vegna þess að hún var og er ekki hagsmunir okkar þjóðarinnar það er Þjóðinni ljóst í dag....
Það er engin, og ég segi engin skynsemi í því að setja heila þjóð í ánauð eins og er verið að gera hérna vegna þess að forsendurnar fyrir ánauðinni eru ekki réttar...
Gengislánafrumvarp lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg! Forsetinn skrifaði aldrei undir umsóknina um ESB.spurning hvort þetta er ekki ómark allt. Þau eru umboðslaus að bralla þetta,nú verðumvið að taka í taumana öll.
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2010 kl. 02:51
Þessari ríkisstjórn hefur tekist að taka byltinguna úr búsáhaldabyltingunni þannig að ekkert er eftir nema búsáhöld. Þessi framkoma Jóhönnu er vítaverð og hún ætti með réttu að pakka saman og flytja með Össuri út af alþingi. Sama má segja um Steingrím J. en hefur sýnt einstakan brotavilja gegn þjóðinni í Icesave málinu. Þessi ríkisstjórn er fyrir löngu búin með það veganesti sem hún fékk eftir búsáhöldin. Hún er vanhæf og þarf að víkja strax!
Pétur Harðarson, 12.11.2010 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.