Mikil reiði í fólki...

Það er alveg ljóst á þessu öllu saman að það er mikil reiði í fólki.

Reiði vegna þess hvernig tekið hefur verið á því þegar ábendingar um óeðlilega hegðun hafa komið fram, og reiði vegna þess hvernig þetta ljóta mál er snertir fyrrverandi Biskup var höndlað að hálfu Kirkjunar....

Þessi viðbrögð á vinnubrögðum sem mér finnst oftar en ekki hafa viðgengist til þessa þegar ábendingar hafa komið til embættisins um hugsanlegan brota-geranda þá finnst mér oftar en ekki lítið gert úr þolandanum á kostnað geranda og þar af leiðandi Kirkjunarembætti...

Reynslan er að kenna okkur að því sekari sem manneskjan er því ósvífnari verður hún...

Það er erfitt að trúa því að fólk fari bara að ganni sínu og beri svona alvaralegar ásakanir á borð eins og þessi mál eru...

Kirkjan á að rísa upp og biðja Þjóð sína fyrirgefningar á framkomu sinni í þessu tiltekna máli sem og öðrum sem upp á borð hafa komið og hlotið sömu meðferð. Reynslan er að kenna okkur það að Kirkjan á setja það í reglu að minnsta ásökun um óeðlilega hegðun gefur brottvikningu frá starfi þar til sakleysi eða sekt er sönnuð....


mbl.is Þverrandi traust áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband