Ekkert ESB...

Það á að stoppa allar framkvæmdir tengdar ESB tafarlaust og leyfa Þjóðinni að segja hug sinn um það hvort hún vilji áframhald á þessar viðræður eða ekki...

Þjóðinni er búin að sjá nógu mikið inn fyrir glugga ESB til þess að geta myndað sér skoðun á því hvort þetta sé það sem hún vill eða ekki...

Ef að það verður ekki gert þá má segja að það sé mikil hræðsla við hugsanlegan vilja Þjóðarinnar sem ráði för hjá Ríkisstjórn, og ef að svo er þá á að draga þessa ESB umsókn tafarlaust til baka....


mbl.is Flokksráðið ræðir Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála það er ekki halda þessu esb - ferli áfram án þess að þjóðn fá segja til um það - þetta er ekki beint lýðræðislegt ferli

Óðinn Þórisson, 20.11.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

það ber að halda staðreyndum til haga.

Ísland hefur þegar verið í ESB í yfir 40 ár.

Kristbjörn Árnason, 20.11.2010 kl. 10:06

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Kristbjörn, ekki vera að snúa út úr.  Það er munur á því að ganga í eitthvað og vera í samstarfi við eitthvað.

Garðar Valur Hallfreðsson, 20.11.2010 kl. 10:11

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Garðar Valur það er tvennt ólíkt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.11.2010 kl. 10:18

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þegar Ísland gékk í EFTA og varð formlegur auka-aðili að ESB var samið um sérstakar undanþágur fyrir aðalega tvær atvinnugreinar Sjávarútvegur og landbúnaður. Launmenn hafa síðan mátt bera kostnaðinn af þessari undanþágu.

Að öðru leiti hefur þjóðin orðið að lúta lögum og reglugerðum frá ESB. En Ísland hefur ekki haft þátttökurétt með mótun á hverskyns lögum og reglum sem höfum mátt lúta alla tíð síðan.

Mín atvinnugrein sem var húsgagnaiðnaðurinn lenti mjög illa í þessu dæmi. Þegar Ísland gerðist aðili að að EES samþykktinni breytist mjög lítið. Því íslensk stjórnvöld hunsuðu meira og minna sínar skyldur samkvæmt þeim samningi.

M.a. innistæðutryggingasjóðsdæmið og tiltektin í stjórnsýslunni sem nú er að æra VG- menn. Það er því miður full ástæða til að fara í það verk

Kristbjörn Árnason, 20.11.2010 kl. 13:21

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kristbjörn ég segi bara samstarf er allt annað en að ganga í ESB eins og Garðar bendir réttilega á...

Svo mikið veit ég líka Kristbjörn að ef ég nenni ekki sjálf að hugsa um mig, þá get ég ekki ætlast til þess að aðrir geri það....

Fyrir mér þá er þetta svo bara í stærri mynd það er, þar sem við Íslendingar erum með Ríkisstjórn sem er búinn að láta heilaþvo sig í því að það séu allir aðrir en hún sjálf betri í að stjórna Landinu....  

Ríkisstjórnin á að hafa þann manndóm í sér að rísa upp og útskýra fyrir þjóðinni stöðuna og treysta  frekar Þjóðinni fyrir því að velja þá leið sem hún Þjóðin vil fara. Ríkisstjórnin er væntanlega fullorðið fólk innandyra og ætti þess vegna að hafa þroska til að geta tekið niðurstöðu á vilja okkar.....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.11.2010 kl. 22:55

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæl aftur Ingibjörg,

þetta er ekki samstarf, landið er þegar í ESB aðild. Fyrst var það aukaaðild með EFTA og þá varð þjóðin að undirgangast gríðarlega mikla skyldur. Samið var um vissar undanþágur.

síðan kom EES með enn meiri skuldbindingum

Nú er síðasta skrefið og engar undanþágur gefnar. Eða að minnsta kosti mjög litlar

Kristbjörn Árnason, 21.11.2010 kl. 00:16

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kristbjörn en og aftur þá erum við búin að vera í samstarfi og það góðu, og það án þess að vera í ESB og án þess að því hafi fylgt einhver skilyrði fyrir því að verða að fara í ESB... Varðandi ESB þá er bara eitt um það að segja við erum ekki í ESB....

Þjóðin er ekki búin að segja vilja sinn þar og við vitum alveg hvað skoðanakannanir hafa verið að segja okkur þar, og vegna þeirra þá hefur Forsætisráðherra okkar hún Jóhanna Sigurðardóttir trúlegast ekki ÞORAÐ að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja þjóðarinnar.... Svei og skömm bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.11.2010 kl. 00:03

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta er hreinn barnaskapur.

Það má kanski segja að sumir hér á landi hafi staðið utan við en aðrir hafa orðið að lúta öllu regluverkinu sem að þeim snúa

Kristbjörn Árnason, 27.11.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband