Segðu af þér kona...

Er það nokkuð skrítið að lítið fylgi mælist og vinsældirnar fari þegar það eru viðhöfð svona vinnubrögð eins og notuð voru (og eru) til þess að koma sér til valda.....

Það var skemmtileg Jólagjöfin frá henni til heimilana í dag eða hitt þá heldur, Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra á að segja strax af sér vegna þess að hún ber ábyrgð á því að hennar Ríkisstjórn er búin að draga heimilin í Landinu á STÓRUM ASNA EYRUM í 2 ár á þeirri setningu að skjaldborgin sem hún lofaði heimilunum sé á næsta leiti. Með þeim skilaboðum sem komu frá henni í dag að það verði ekki ráðist í almennar aðgerðir, engin leiðrétting heldur, þó svo að það hafi verið brotið á heimilunum með þessu ólöglega lánaformi þá á hún að víkja vegna þessa þegar í stað og Ríkisstjórnin öll....

Svo ég láti það koma með þó svo að það tengist ekki alveg þessari frétt, þá er Jólagjöfin frá Fjármálaráðherra sú að hann vill að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á 23 milljörðum sem sé gömul arfleið frá einkabankanum Landsbankanum....

Ég segi þetta er ekki okkar að borga, og mér finnst það svívirða að ætlast til þess að það sé hægt að setja allt þetta hrun sem varð vegna þess að það voru einstaklingar sem rændu öllum peningum úr  einkafyrirtækjum sínum á okkar herðar...

Rísum upp og látum ekki ganga svona yfir okkur Íslendingar það eru til aðrar leiðir en sú sem Ríkisstjórnin er að fara...

Þessar bankaskuldir eru ekki okkar....


mbl.is Yfir 60% óánægð með störf forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband