Þjóðin er á varðbergi.

Að þjóðin skuli vera á varðbergi yfir niðurstöðum þeim er kunna að koma úr þessum fundum er bara ekkert skrítið.

Þjóðinni er í fersku mynni sú uppákoma er varð í kringum þennan svokallaða Icesave samning 1...
Það átti að samþykkja hann okkur skattgreiðendum á Íslandi til borgunar án þess að vita hvaða byrðar væri verið að leggja á okkur....

Fjármálaráðherra Íslendinga var þar fremstur í ÁBYRGÐARLEYSI...
Utanríkisráðherra í öðru sæti...

Annars segir fyrirsögn þessara frétta að fundum er LOKIÐ um Icesave sem þýðir væntanlega að endir er komin í málið svo það er best að bíða eftir því að heyra hvernig þessum lokafundi í Icesave fór....

Fjármálaráðherra lagði Ráðherrastöðu sína að veði, sagði að hann færi ef að betri samningur en sá síðasti kæmi. Standi hann við orð sín þar sem það hefur ekki farið fram hjá neinum í þjóðfélaginu þessi ákafi hans í að við borgum bara og borgum BARA vegna....
Það hefur hvergi sést í vilja hjá honum að vinna fyrir okkur fólkið, frekar en öðrum í þessari blessaðri Ríkisstjórn, það hefur aftur á móti verið allur vilji hjá þeim í að fórna okkur og segi ég svei og skömm bara....


mbl.is Fundum um Icesave lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband